ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4082

Titill

Stuðningur við jákvæða hegðun: Beinar áhorfsmælingar á hegðun í 1.-4. bekk í þremur grunnskólum haustið 2008 og vorið 2009

Útdráttur

Andfélagsleg hegðun er eitt megin vandamál sem skólar í dag þurfa að fást við og starfsmenn skólanna finna fyrir úrræðaleysi gagnvart þeim vanda sem þeir standa frammi fyrir. Í þremur grunnskólum í Reykjanesbæ hefur verið ákveðið að innleiða Stuðning við jákvæða hegðun (PBS) og eru eftirfarandi mælingar hluti af rannsókn sem er gerð til þess að kanna áhrif PBS á hegðun nemenda og starfsfólks skólanna. Beinar áhorfsmælingar voru gerðar vorið 2008, haustið 2008 og vorið 2009 í 1.-4. bekk skólanna þriggja. Niðurstöður mælinganna sýndu að breytingar á samskiptum milli starfsmanna og nemenda áttu sér stað innan þeirra skóla þar sem innleiðing kerfisins var hafin og að
óæskileg hegðun minnkaði í skólunum. Áframhaldandi mælingar munu síðan leiða í ljós hver langtímaáhrif kerfisins eru á þau samskipti sem eiga sér stað innan skólans og á hegðun nemendanna.

Samþykkt
2.11.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Tatiana_fixed.pdf2,51MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna