is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4085

Titill: 
  • Í gegnum brimskaflinn : mikilvægi almannatengsla hjá fyrirtækjum og stjórnvöldum á erfiðum tímum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Almannatengsl eru mikilvæg og á erfiðum tímum. Í þessari rannsókn er mikilvægi almannatengsla kannað með hliðsjón af bankahruninu haustið 2008 og þeirri atburðarás sem fylgdi í kjölfarið. Í forkönnun sem gerð var árin 2006 og 2007 voru tengsl fyrirtækja og stjórnmálaafla við fjölmiðla könnuð. Í aðal rannsókninni var viðhorf stjórnmálamanna og stjórnenda fyrirtækja til almannatengsla könnuð. Þáttastjórnendur í fréttatengdum dægurmálaþáttum hafa tekið eftir því að stjórnvöld auka stuðning sinn við þá málaflokka sem fjallað er um í þáttunum. Þeim finnst hagsmunaaðilar ágengir í að koma sínum málum að og hefur það í mörgum tilfellum neikvæð áhrif. Því er mikilvægt fyrir fyrirtæki og stjórnmálamenn að fara rétt að stjórnendum þáttanna. Einnig kom fram að fjölmiðlar þóknast eigendum sínum, hvort sem það er ríkið eða einkaaðilar. Stjórnmálamenn voru sammála um að stjórnvöld þyrftu að nýta almannatengslin betur, veita meiri upplýsingar, fara í upplýsingaherferðir og tala opinskátt. Sem dæmi hefði mátt veita erlendu fjölmiðlafólki, sem kom til Íslands í kjölfar bankahrunsins, betri upplýsingar. Þannig hefði verið hægt að tempra skaðann sem ímynd Íslands varð fyrir, þar sem oft var farið töluvert frjálslega með staðreyndir í erlendum fjölmiðlum. Fyrirtæki sem eru með almannatengil segja að skuldbinding og skilningur stjórnenda verði að koma til svo almannatengsl nái að festa rætur í fyrirtækjum og virka sem skyldi. Í rannsókninni kemur fram að hlutverk almannatengla er að þjónusta fréttamenn, fjölmiðlafólk og þar með almenning um réttar upplýsingar og staðreyndir og að viðhalda ímynd fyrirtækis eða þjóðar.

Samþykkt: 
  • 4.11.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4085


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hulda_birna_lokaritgerd.pdf940.78 kBOpinnRitgerðin öllPDFSkoða/Opna