ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4088

Titill

Námskeiðsmat Grunnmenntaskólans : hvernig má þróa og endurbæta námskeiðsmat Grunnmenntaskólans þannig að niðurstöður gefi sem áreiðanlegasta mynd af námskeiðinu?

Útdráttur

Rannsóknin fjallar um námskeiðsmat hjá Farskólanum – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra og er námskeiðsmat Grunnmenntaskólans tekið sem dæmi til skoðunar. Tilgangur rannsóknarinnar er að þróa og endurbæta námskeiðsmat Grunnmenntaskólans þannig að niðurstöður matsins gefi sem áreiðanlegasta mynd af námskeiðinu, með áherslu á að fá fleiri aðila en námsmenn til að taka þátt í námskeiðsmatinu.
Rannsóknin er eigindleg og er starfendarannsókn, þar sem rannsakandi skoðaði ákveðið verkefni í starfi sínu með það fyrir augum að endurbæta það og þróa, ásamt samstarfsfólki sínu. Skrifleg gögn, í formi matsblaða, voru athuguð hjá fjórum fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum og þau borin saman við hugmyndir Kirkpatricks um fjögurra þrepa mat á fræðslu. Rýnihópur greindi starfsemiskerfi Grunnmenntaskólans á Hofsósi vorið 2009 til að finna út hverjir eigi hagsmuna að gæta á nám¬skeiðinu og notaði líkan Menningar-sögulegrar starfsemiskenningar sem verkfæri við greininguna.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að fimm fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar meta Grunnmenntaskólann á þrepi eitt og tvö samkvæmt hugmyndum Kirkpatricks. Gerð er tilraun til að meta á þrepi þrjú með því að fá námsmenn sjálfa til að meta, hvort það sem þeir lærðu á námskeiðinu nýtist þeim í daglegu lífi eða starfi. Ekki er metið á þrepi fjögur. Við greiningu á matsblöðunum kom einnig í ljós að svo virðist sem lítil ígrundun liggi að baki uppbyggingu þeirra, áherslum og orðalagi.
Lykilorð: Menningarsöguleg starfsemiskenning, starfsemiskerfi, starfsemi, námskeiðsmat.

Samþykkt
4.11.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Bryndispd_fixed.pdf749KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna