is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4091

Titill: 
  • Áhrifaþættir í samstarfi skóla og heimila nemenda af erlendum uppruna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ýmislegt bendir til þess að samstarf skóla og heimila nemenda af erlendum uppruna sé ekki eins og best verður á kosið.
    Lykilorð: Foreldrasamstarf.
    Niðurstöður erlendra rannsókna benda til þess að góð tengsl milli heimila og skóla hafa jákvæð áhrif á námsgetu barna. Þær hafa einnig leitt í ljós mikilvægi þess að foreldrar taki þátt í mótun skólastarfsins og séu þar af leiðandi með í ákvarðanatökum.
    Ólík viðhorf og væntingar foreldra og skóla geta stangast á með þeim afleiðingum að samstarfið verður ekki eins gott og það gæti verið. Foreldrar hafa hugmyndir um skólastarf sem að nokkru leyti byggjast á menningarlegum bakgrunni þeirra og sums staðar er litið á hlutverk skóla sem aðgreint og frábrugðið foreldrahlutverki. Skilningur kennara á aðstæðum barna með erlendan bakgrunn hjálpar til við að gera samstarf heimila og skóla gott. Jafnframt myndast skilningur á þeim væntingum og gildum sem fyrir eru með auknum samskiptum kennara og foreldra. Samstarfið hefur ákveðið forvarnargildi og því væri æskilegt að skapa aðstæður innan skólasamfélags þannig að gott samstarf geti átt sér stað.
    Rannsóknarspurning verkefnis er: Hvernig má stuðla að góðu samstarfi á milli kennara og heimila nemenda af erlendum uppruna? Niðurstaðan er sú að margar leiðir eru til að góðu samstarfi milli heimila og skóla en endanleg útfærsla er í höndum einstakra kennara, stjórnenda og starfsmanna skóla þar sem samhugur og samábyrgð ríkir. Það skiptir máli að skólinn eigi frumkvæði að samskiptum við foreldra og hvetji þá til þátttöku í skólastarfi með fjölbreyttum leiðum sem endurspegla fjölbreytileika foreldrahópsins.

Samþykkt: 
  • 4.11.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4091


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
363sLokaverkefni.pdf415.73 kBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna