is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/410

Titill: 
  • Reikni-leikni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Margmiðlunarefnið Reikni-leikni og greinargerð tengd því er efni sem tengist stærðfræðikennslu barna á yngsta stigi grunnskólans. Efnið er ætlað kennurum, foreldrum og nemendum til fræðslu og kynningar á nokkrum aðferðum við reikning sem nemendur kynnast í grunnskólum í dag. Verkefnið er lokaverkefni okkar af stærðfræðikjörsviði til B.Ed. gráðu við Kennaraháskóla Íslands vorið 2007 og samanstendur af greinargerð og margmiðlunardisk. Greinargerðin fjallar um mikilvægi þess að kynna mismunandi reikningsaðferðir í grunnaðgerðunum fjórum: samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu. Vitnað er í rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu efni og hvaða afleiðingar það hefur í för með sér fyrir nemendur að fá ekki tækifæri að þróa með sér sínar eigin leiðir. Einnig er fjallað um mikilvægi þess að byggja upp góðan talnaskilning hjá nemendum. Leitast er við að rökstyðja það að fái nemendur að þróa sínar eigin aðferðir þá byggi þeir upp betri skilning sem þeir eigi auðveldar með að yfirfæra á mismunandi aðstæður. Margmiðlunarefnið Reikni-leikni er forrit þar sem kynntar eru nokkrar aðferðir við lausn á samlagningar-, frádráttar-, margföldunar- og deilingardæmum. Dæmi um aðferðir sem sýndar eru á margmiðlunardisknum eru: talnalína, að brjóta upp tölur, hefðbundin uppsetning dæma, dálkareikningur, strikamargföldun og að skipta tölum í hundruð, tugi og einingar. Við gerð þess er stuðst við Aðalnámskrá grunnskóla, rannsóknir sem gerðar hafa verið á stærðfræðinámi barna, námsefnið sem kennt er í skólum í dag auk annarra fræðibóka. Efnið er á margmiðlunarformi þar sem aðferðir eru sýndar á myndrænan hátt og talað er undir til útskýringar. Notað var forritið Macromedia Flash 8 við gerð margmiðlunarefnisins.

Samþykkt: 
  • 16.8.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/410


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal.pdf547.92 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Deiling.swf469.47 kBLokaðurFylgiskjöl-DeilingFlash
Fradrattur.swf488.54 kBLokaðurFylgiskjöl-FrádrátturFlash
Margfoldun.swf533.09 kBLokaðurFylgiskjöl-MargföldunFlash
Samlagning.swf1.23 MBLokaðurFylgiskjöl-SamlagningFlash
Reikni-leikni.swf2.01 kBLokaðurFylgiskjöl-Reikni-leikniFlash