is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4111

Titill: 
  • Dagleg tannburstun í grunnskólum : viðhorf skólastjórnenda til daglegrar tannburstunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta fjallar um viðhorf skólastjórnenda og annarra starfsmanna til daglegrar tannburstunar í skólanum og því hvort tannvernd/tannburstun rúmist innan heilsustefnu skólanna. Verkefnið er megindleg rannsókn þar sem spurningalisti var lagður fyrir 147 grunnskóla á landinu. Svör þeirra voru þau gögn sem unnið var með í rannsókninni og mikilvægasta stoðin í leit að svörum við spurningunni. Niðurstöðurnar frá 43 skólum (30% svarhlutfall) sýndu að meira en helmingur svarenda rannsóknarspurningar var mjög ósammála eða frekar ósammála í garð daglegrar tannburstunar. Sex svarendur sögðu hvorki né og tíu voru mjög sammála eða frekar sammála daglegri tannburstun. Greinilegt var að svarendur töldu það vera hlutverk foreldrana að sjá um tannhirðu barna sinna og að helsta vandamálið við framkvæmdina væri aðstaðan í skólanum. Flestir sem svöruðu höfðu þessar skoðanir, neikvæðar voru í miklum meirihluta. Flestir svarendur höfðu eitthvað áhugavert til málanna að leggja og við úrvinnslu rannsóknarinnar voru algengt viðhorf meðal svarenda þau að þeim fannst kröfurnar til uppeldis nemenda vera sífellt að aukast. Það teljum við vera eina af helstu ástæðum fyrir neikvæðninni í garð daglegrar tannburstunar.
    Lykilorð: Tannvernd.

Samþykkt: 
  • 11.11.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4111


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni_fixed.pdf315.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna