is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4126

Titill: 
  • Angar alþjóðlegrar glæpastarfsemi á Íslandi. Umfang og eðli mansals
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er hugtakið ,,mansal” skilgreint og fjallað um birtingarmyndir þess og einkenni víða um heim. Litið er sérstaklega til umfangs og eðlis mansals á Íslandi og hlutverki þess sem viðkomulands, áfangalands og upprunalands í mansali. Gefið er yfirlit yfir helstu úrræði sem Íslendingar geta tekið upp gegn mansali og þær aðgerðir sem þegar eru hafnar í þeim tilgangi. Við gerð ritgerðarinnar voru tekin viðtöl við fólk sem með einhverjum hætti kemur að baráttu gegn mansali á Íslandi. Einnig var notast við blaðagreinar, bækur, sáttmála, heimildir af vefnum og fleira. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að fórnarlömb mansals finnast á Íslandi í meira mæli en almennt er talið, bæði verkafólk og starfskonur í kynlífsiðnaði, og því er þörf á að koma hér á fórnarlambavernd og öðrum úrræðum til að sporna gegn því að mansal nái að þrífast hér. Mikilvægt skref í þá átt væri að fullgilda Palermo-bókunina gegn mansali og sáttmála Evrópuráðsins gegn mansali. Vitundarvakning er nauðsynleg meðal þjóðarinnar, en þróunin er í rétta átt.

Samþykkt: 
  • 20.11.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4126


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skemmu_fixed.pdf541.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna