ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4129

Titill

Manstu gamla daga : minningavinna með fólki með þroskahömlun

Útdráttur

Tilgangur þessarar ritgerðar er að skoða hvort og hvernig minningavinna nýtist fólki með þroskahömlun. Í þessari ritgerð einbeitum við okkur að minningavinnu sem virkni en ekki sem meðferð. Með minningarvinnu er átt við að minningar eru rifjaðar markvisst upp milli tveggja eða fleiri einstaklinga. Eitt af aðalmarkmiðum með minningavinnu er að skapa tengsl, stuðla að félagslegri örvun og gefa þátttakendum tækifæri til að vera virkir.
Með hækkun lífaldurs fólks á síðustu áratugum hefur öldrunarþjónusta farið vaxandi. Góð öldrunarþjónusta hefur mikið að segja fyrir lífsgæði fólks á efri árum og er nú litið svo á að minningavinna sé hluti af almennri öldrunarþjónustu. Lífaldur fólks með þroskahömlun hefur hækkað eins og hjá öðrum og samfara hærri aldri hefur orðið aukning í greiningu á ýmsum öldrunarsjúkdómum eins og heilabilun hjá þeim.
Ritgerðin byggir á eigindlegri þátttökurannsókn sem unnin var veturinn 2008-2009. Heimsóttir voru tveir staðir þar sem fram fer starf fyrir aldraða og þátttökuathuganir gerðar á þeirri minningavinnu sem þar fer fram.Tvær af þessum þátttökuathugunum fóru fram í almennri öldrunarþjónustu og þrjár í dagþjónustu fyrir fólk með þroskahömlun. Einnig var kannað hvað var sameiginlegt og hvað greindi á milli þessara tveggja staða. Jafnframt er stuðst við fræðilegt ritað efni sem tengist efri árunum og minningavinnu. Þá setjum við fram hugmyndir og tillögur að framkvæmd minningavinnustunda með fólki með þroskahömlun. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til að minningavinna eigi mikið erindi við fólk með þroskahömlun og sé verðugur og uppbyggilegur þáttur í þjónustu við það.
Lykilorð: Fólk með þroskahömlun, minningavinna.

Samþykkt
20.11.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Forsíða.pdf51,2KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna
Heildartexti.pdf359KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna
Titilsiða.pdf36,9KBOpinn Titilsíða PDF Skoða/Opna