ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4133

Titill

Áhugamál stúlkna með Aspergersheilkenni og svipaðar raskanir á einhverfurófi

Útdráttur

Í þessari ritgerð verða kynntar niðurstöður eigindlegrar rannsóknar sem ber
titilinn Áhugamál stúlkna með Aspergersheilkenni og svipaðar raskanir á
einhverfurófi. Tilgangur rannsóknar var að fá innsýn í áhugamál stúlknanna,
hvaða þýðingu þau hefðu fyrir þær og hvaða áhrif þau hefðu á nánasta umhverfi
þeirra, nám, félagsleg samskipti, sjálfsmynd og líðan. Rannsóknarsniðið er
tilviksathugun (case study) og byggir á nálgun grundaðrar kenningar.
Upplýsingar um áhugamál stúlknanna voru fengnar með viðtölum við sex
stúlkur á aldrinum 11-18 ára og mæður þeirra. Niðurstöður leiddu í ljós að
stúkurnar áttu margt sameiginlegt og áhugamál þeirra voru lík. Fram komu
skýrar vísbendingar um uppruna og gildi áhugamálanna fyrir stúlkurnar og hvað
þau skipta þær miklu máli í daglegu lífi. Stúlkurnar virtust nýta áhugamálin til
að bæta sér upp vanhæfni í félagslegum samskiptum og vinaleysi. Áhugamálin
sem oftast voru stunduð í einveru, gerðu þeim kleift að dvelja í „annarskonar
heimi“ þar sem kröfur um samskipti og gagnkvæmni voru minni. Þau
endurspegluðu oft viðstöðulausa þörf stúlknanna á að teikna, lesa og skrifa.
Niðurstöðurnar hafa ekki alhæfingargildi en veita innsýn í áhugamál og gildi
áhugamála stúlkna með Aspergersheilkenni með hjálp þessara sex stúlkna og
með því að kanna rannsóknir og fræðilegar nálganir. Lögð er áhersla á afmörkun
og dýpt, og vonast til að niðurstöður geti verið grunnur víðtækari rannsókna.
Enn fremur veita niðurstöður innsýn í hvaða þættir það eru sem hafa áhrif á
sjálfsmynd stúlknanna. Málefnum stúlkna á einhverfurófi hefur ekki verið mikill
gaumur gefinn til þessa og ekki er vitað til þess að áhugamál þeirra hafi verið
sérstaklega rannsökuð. Mikilvægi rannsóknarinnar felst einnig í því að varpa
ljósi á margbreytileika og litróf mannlegrar hegðunar í samfélaginu út frá
sjónarhóli þátttakenda. Til þess að geta mætt þörfum barna og ungmenna með
raskanir á einhverfurófi af skilningi og virðingu er nauðsynlegt að kanna viðhorf
þeirra sjálfra og þeirra nánustu.

Samþykkt
24.11.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
LIG_B5_fixed.pdf5,56MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna