ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Lagadeild>Lokaverkefni í lagadeild (BS)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4136

Titill

Meðalhófsregla stjórnsýsluréttar og beiting hennar innan skattaréttar

Leiðbeinandi
Skilað
Júní 2009
Útdráttur

Meðalhófsreglan er grunnregla innan stjórnsýsluréttar sem felur það í sér að stjórnvöld verða að gæta hófs í beitingu vald síns. Meðalhófsreglan er þó ekki algild regla sem leiðir til afdráttarlausrar niðurstöðu heldur gefur hún til kynna þau sjónarmið sem ber að nota við skýringu á reglunni og eiga við til úrlausnar í einstökum tilfellum. Á meðalhófsregluna reynir fyrst og fremst þegar stjórnvöld taka matskenndar ákvarðanir sem eru íþyngjandi fyrir einstaklinga eða lögaðila.
Þegar lagðir eru á skattar þá telst það vera stjórnvalds ákvörðun og nær undantekningalaus er um íþyngjandi ákvörðun að ræða. Málsmeðferðareglur skattalaganna eru strangar og er þeim ætlað að tryggja skilvirkni og réttaröryggi. Þeim til stuðnings eru svo efnis- og málsmeðferðareglur stjórnsýslulaganna og því kemur meðalhófsregla stjórnsýsluréttarins ávalt til skoðunar innan skattaréttarins þegar skattyfirvöld taka íþyngjandi matskenndar ákvarðanir.

Athugasemdir

Ritgerðin er lokuð

Samþykkt
30.11.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BSritgerd_Magnus_v... .pdf674KBLokaður Meginmál PDF  
titilbl_magnus_fixed.pdf93,5KBOpinn Titilblað PDF Skoða/Opna