ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4144

Titill

Eru fjölmiðlar fyrir alla? Fjölmiðlanotkun Pólverja á Íslandi

Útdráttur

Íslenskt samfélag hefur breyst úr einsleitu þjóðfélagi yfir í þjóðfélag sem nú er af mörgum talið vera orðið fjölmenningarlegt samfélag. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru innflytjendur 24.379 í ársbyrjun 2009, eða 7,6% af heildarmannfjölda. Pólverjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda, 11.003 talsins, en með innflytjendum er átt við einstaklinga sem hafa búsetu á Íslandi en eru fæddir erlendis og báðir foreldrar hafa erlendan bakgrunn. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í aðlögun innflytjenda en rannsóknir á fjölmiðlanotkun þeirra er skammt á veg komin. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna notkun fjölmiðla meðal Pólverja á Íslandi til að komast að raun um hvort þeir noti almennt innlenda fjölmiðla, og þá hvernig, auk samanburðar við fjölmiðla frá upprunalandi. Helstu niðurstöður eru að meirihluti Pólverja, eða 55%, nota reglulega íslenska fjölmiðla. Flestir fylgjast með dagblöðum en fæstir með sjónvarpi. Í íslenskum dagblöðum eru gengis- og veðurfréttir, auglýsingar, myndir og fyrirsagnir mest lesnar en innlendar og erlendar fréttir í pólskum dagblöðum. Mest er horft á fréttir og afþreyingarefni bæði í íslensku og pólsku sjónvarpi en sex af hverjum tíu þátttakendum hafa aðgang að pólsku sjónvarpi. Niðurstöður rannsóknarinnar eru byggðar á svörum 649 Pólverja og endurspegla þátttakendur aldur og búsetu Pólverja búsettra á Íslandi.

Samþykkt
8.12.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Eru fjölmiðlar fyr... .pdf739KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna