ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4146

Titlar
  • en

    TGFß regulation on gene expression in human embryonic stem cells

  • Stjórn TGFß á genatjáningu í stofnfrumum úr fósturvísum manna

Útdráttur

Transforming growth factor β (TGFβ) fjölskyldan gegnir veigamiklu hlutverki í fósturþroskun og ræður trúlega miklu um að viðhalda stofnfrumum úr fósturvísum (ES frumum) ósérhæfðum en einnig að beina þeim í átt að miðlagssérhæfingu. Markmið þessa verkefnis var að athuga hvaða áhrif vaxtarþættir TGFβ fjölskyldunnar hefðu á ES frumur manna (hES frumur). hES frumur voru örvaðar með mismunandi vaxtarþáttum TGFβ fjölskyldunnar til að athuga hvaða áhrif það hefði á genatjáningu- og formfræði þeirra. Á seinna stigi sérhæfingar voru sláandi hjartavöðvafrumur taldar þegar frumur voru örvaðar með mismunandi TGFβ vaxtarþáttum. Niðurstöður sýndu að BMP4 vaxtarþátturinn beinir frumum í átt að sérhæfingu á forverum hjartavöðvafruma. Til frekari staðfestingar á þessum niðurstöðum var genatjáning borin saman með hjálp örflögugreiningar á hES frumum örvuðum með ólíkum TGFβ vaxtarþáttum. Ljóst er að BMP4 eykur tjáningu margra þekktra miðlags- og hjartavöðvagena í hES frumum. TGFβ/Activin/Nodal boðleiðin viðheldur hES frumum ósérhæfðum þótt ekki sé vitað á hvern hátt. Það var því áhugavert að skoða hvernig umritunarþættir í TGFβ fjölskyldunni stjórna tjáningu þekktra og óþekktra markgena. Í þessari rannsókn var notuð ChIP (Chromatin immunoprecipitation) aðferðin sem byggist á ónæmisfellingu DNA bindipróteina eftir krosstengingu. Niðurstöður okkar sýna að umritunarþættir TGFβ fjölskyldunnar, Smads, bindast NANOG og viðhalda þannig hES frumum ósérhæfðum en nýleg grein hefur verið birt með svipuðum niðurstöðum. Í heildina tekið gefa niðurstöður okkar sterkar vísbendingar um áhrif TGFβ fjölskyldunnar á örlög hES fruma. Mikilvægast ber þó að nefna að BMP4 hvetur til myndunar hjartavöðvafruma en TGFβ/Smad2/3 tengist NANOG geninu og viðheldur þar með hES frumum ósérhæfðum.

Samþykkt
11.12.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Helga Eyja Hrafnke... .pdf1,79MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna