is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4165

Titill: 
  • Tíðni hegðunarfrávika barna á leikskólaaldri: Notkun ASEBA, skimunar- og matslista fyrir börn á aldrinum 1½-5 ára
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókninni er ætlað að varpa ljósi á mat foreldra og leikskólakennara á líðan og hegðun 1½-5 ára barna á Íslandi með notkun ASEBA skimunar- og matslista. Rannsóknin var megindleg og úrtakið lagskipt tilviljunarúrtak barna úr tíu leikskólum víðsvegar af landinu. Gagnasafnið, sem unnið var með í þessari rannsókn, innihélt 660 matslista frá foreldrum og frá leikskólakennurum varðandi 263 börn. Niðurstöðurnar byggja á greiningu fyrirliggjandi gagna úr nýrri rannsókn sem framkvæmd var á haustmánuðum ársins 2009. Þar sem aldurinn 1½-5 ára spannar stórt þroskaskeið í lífi barna var ákveðið að skipta úrtakinu upp í yngri aldurshóp (18-35 mánaða) og eldri aldurshóp (36-72 mánaða). Helstu niðurstöður voru að 2,3% barna mælast yfir klínískum mörkum á einbeitingarvanda og 3% sýna reiði, árásartengda hegðun yfir klínískum mörkum. Athygli vakti að yngri aldurshópurinn mældist með meiri vanda á öllum þáttum og gefa þessar niðurstöður tilefni til frekari athugana á hvort aldursskipta þurfi úrvinnslu ASEBA matslistanna fyrir 1½-5 ára börn. Munur er á mati upplýsingagjafanna og er sá munur breytilegur eftir einkennaþáttum. Þó virðist sem kennarar meti vanda barnanna meiri en foreldrar gera. Við samanburð flokkunarkerfanna ASEBA og DSM kom í ljós jákvæð fylgni á þáttum sem mæla einbeitingarvanda og reiði, árásartengda hegðun. Á Íslandi er notast við bandarísk viðmið skimunar- og matslistanna ASEBA og leiða niðurstöður rannsóknarinnar í ljós að foreldrar og kennarar meta hegðunarfrávik íslenskra barna meiri en sömu aðilar gera í bandarískum viðmiðunarhópi. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa því tilefni til frekari rannsókna á íslenskum viðmiðum skimunarlista ASEBA fyrir 1½-5 ára börn.

Samþykkt: 
  • 18.12.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4165


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
prentunar_fixed.pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna