is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4173

Titill: 
  • Systkinasmiðjan. Mat þátttakenda
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Systkinasmiðjan eru námskeið fyrir systkini fólks með sérþarfir og hefur hún verið starfrækt í 12 ár. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hver árangur Systkinsmiðjunnar er í að mæta markmiðum sínum og hvernig þátttakendur meta upplifun sína af þátttöku í Systkinasmiðjunni. Um er að ræða frumrannsókn á starfsemi Systkinasmiðjunnar. Vonast var til að niðurstöður gæfu aðstandendum Systkinasmiðjunnar upplýsingar um hvað er gert vel og hvað má betur fara. Rannsóknin var megindleg og voru þátttakendur 59 systkini fólks með fötlun á aldrinum 10-18 ára sem tekið hafa þátt í byrjendanámskeiði og að minnsta kosti einu framhaldsnámskeiði Systkinasmiðjunnar. Þátttakendur svöruðu rafrænum spurningalista á netinu sem var þróaður sérstaklega fyrir þessa rannsókn. Tölfræðileg úrvinnsla gagna var lýsandi. Í heildina lýsir stór meirihluti þátttakenda yfir ánægju með námskeið Systkinasmiðjunnar (86%), telja að hún hjálpi systkinum fólks með sérþarfir (86%) og meirihluti þátttakenda mælir með Systkinasmiðjunni (85%). Niðurstöður um það hvort Systkinasmiðjan mæti markmiðum sínum eru mismunandi og eru vísbendingar um að hluta markmiðanna er verið að ná en að skoða þurfi önnur nánar. Um þriðjungur til helmingur þátttakenda telja að þeir hafi lært eitthvað um sérþarfir systkinis síns, lært um leiðir til að takast á við erfiðar aðstæður og fengið tækifæri til að tjá sig um líðan og nýtt sér það. Niðurstöður úr þessari rannsókn eru í heildina litið sambærilegar við niðurstöður erlendra rannsókna, nema að markmiðum er náð betur í þeim erlendu. Rætt er um áreiðanleika og réttmæti spurningalistans og frekari rannsóknir þar sem notast væri við eigindlegar og megindlegar aðferðir með viðtölum og/eða rýnihópum. Ábendingum til aðstandenda Systkina-smiðjunnar er komið á framfæri.
    The Icelandic Sibshop is for siblings of children with special needs and it has been running for 12 years. This study is a pilot study on the Sibshop. The goal of the study was to investigate the effectiveness of the Sibshop in meeting its goals and how the siblings are experiencing the Sibshop. It was hoped that results would indicate the strengths and weaknesses of the program. This study was quantitative and the subjects, all siblings of people with disabilities and chronic illness, were 59 siblings ages 10-18 years who had participated in the beginners group and at least one continuing group. The siblings answered a webbased questionnaire that was created specifically for the study. Statistical analysis were descriptive. Results indicated that a majority of the siblings liked Sibshop (86%), believe that it helps siblings of people with special needs (86%) and they recommend Sibshop (85%). Results on the effectiveness of the Sibshop in meeting its goals are somewhat inconsistent and there is an indication that some of the goals are being accomplished and some of them only partly. About third to half of the siblings believe that they learned about their siblings special needs, learned about how to handle situations commonly experienced by siblings and had the opportunity to discuss their feelings and used the opportunity to do so. Overall, the findings of this study are comparable to other findings done in other countries but goals are better achieved in the foreign studies. The reliability and the validity of the questionnaire were discussed and recommendations were made about future research with a combination of qualitative and quantitative methods, using interviews and focus groups. Recommendations are made to the Icelandic Sibshop.

Samþykkt: 
  • 22.12.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4173


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskjal_fixed.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna