ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4180

Titill

Hver á landið? Barátta frumbyggja gegn stórfyrirtækjum og stjórnvöldum

Útdráttur

Í þessari ritgerð mun ég leitast við að varpa ljósi á aðstæður og réttindabaráttu
frumbyggja sem búa á landsvæði sem stórfyrirtæki og stjórnvöld ásælast. Lögð verður
áhersla á þá togstreitu og átök sem geta myndast á milli þessara hópa. Umræða um
réttindabaráttu frumbyggja er ekki einföld og það ríkir ekki einhugur um hverjir geti
talist til frumbyggja og hvort þeir eigi rétt á einhverjum sérréttindum yfir höfuð. Hér
mun ég beina athyglinni að aðstæðum Adivasi, frumbyggjum Indlands, og baráttu
þeirra gegn eignanámi á landi. Þeir hafa átt undir högg að sækja vegna
stóriðjuverkefna og ríkisstjórn Indlands er legið á hálsi fyrir það að mistakast að
vernda réttindi þeirra. Réttindabaráttu frumbyggja hefur vaxið fiskur um hrygg
síðastliðna áratugi og hefur þeim orðið margt ágengt í baráttu sinni. Ásókn
stórfyrirtækja í landsvæði utan vesturlanda hefur hinsvegar aukist og eykur það
líkurnar á þvinguðum brottflutningum frumbyggja frá heimkynnum þeirra. Ég mun
taka fyrir um þrjú dæmi um aðstæður Adivasi á Indlandi til þess að varpa ljósi á þetta
málefni. Það er óhætt að fullyrða að það er langt í land með að frumbyggjar fái kröfur
sínar um landréttindi og önnur réttindi uppfylltar þrátt fyrir sáttmála og alþjóðleg
mannréttindalög.

Samþykkt
30.12.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
frumbyggjar_fixed.pdf1,23MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna