ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4184

Titill

Starfsmannavelta hjúkrunarfræðinga, hjúkrunarþyngd og veikindafjarvistir

Útdráttur

Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort tengsl væru á milli hjúkrunarþyngdar
og starfsmannaveltu og veikindafjarvista hjúkrunarfræðinga. Einnig var
starfsmannavelta hjúkrunarfræðinga skoðuð, hjúkrunarþyngd og umfang
veikindafjarvista hjúkrunarfræðinga.
Mannekla í hjúkrun er viðfangsefni sem brýnt er að finna lausn á, ekki síst í
ljósi þess að samkvæmt spám mun mannekla verða meiri á komandi árum ef
ekkert er aðhafst. Því er oft haldið fram að álag á hjúkrunarfræðinga og annað
heilbrigðisstarfsfólk sé alltaf að aukast og það geti leitt til þess að þeir gefist upp
og segi starfi sínu lausu. Þetta aukna álag getur einnig orðið til þess að hjúkrunarfræðingar
þurfi að vera meira frá vinnu vegna veikinda.
Þýði rannsóknarinnar var hjúkrunarfræðingar á öllum deildum Landspítalans
en úrtakið var fastráðnir hjúkrunarfræðingar á legudeildum á lyflækningasviðum
I og II og skurðlækningasviði árið 2008. Meðalfjöldi hjúkrunarfræðinga á
þessum þremur sviðum var 334 árið 2008. Það eru rúm 26% allra hjúkrunarfræðinga
á Landspítalanum. Rannsóknarsniðið var megindlegt, lýsandi
rannsóknarsnið. Fengin voru gögn úr starfsemisupplýsingum Landspítalans um
starfsmannaveltu og fjarvistir hjúkrunarfræðinga og gögn úr skrám yfir
hjúkrunarþyngd úr sjúklingabókhaldi. Niðurstöður fengust með tíðnidreifingu,
meðaltölum og fylgniprófum.
Helstu niðurstöður voru að tengsl milli starfsmannaveltu hjúkrunarfræðinga,
hjúkrunarþyngdar og veikindafjarvista væru ekki tölfræðilega marktæk. Það er
því ekki hægt að álykta sem svo að aukið álag vegna hjúkrunarþyngdar verði til
þess að hjúkrunarfræðingar verði frekar veikir eða skipti um starfsvettvang.
Meðalstarfsmannavelta var 10,89% árið 2008 og meðalbráðleiki sjúklinganna var
1,10, sem er innan þeirra marka sem eðlileg geta talist. Þrátt fyrir þessar
niðurstöður er eftirtektarvert að sjá hve miklar veikindafjarvistir voru meðal
iv
hjúkrunarfræðinga, eða að meðaltali 12 veikindadagar á ári hjá hverjum
hjúkrunarfræðingi í úrtakinu.

Athugasemdir

Elísabet Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur M.S., sat í meistaranámsnefndinni.

Samþykkt
6.1.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaeintak_fixed.pdf710KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna