ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4205

Titill

Lögveð

Útdráttur

Lögveðréttindi eru tegund veðréttinda sem stofnast samkvæmt sérstakri lagaheimild
(lögveðsheimild) að stofnskilyrðum uppfylltum. Regluverk það er gildir um lögveð hefur sætt
gagnrýni fyrir að vera óskýrt og flókið enda engri heildarlöggjöf til að dreifa. Reglur um
lögveð er þannig að finna í alls 49 lögveðsheimildum, auk hinna almennu reglna er um þau
gilda sem ýmist eru lögfestar eða óskráðar. Tilvist lögveða í íslenskum rétti hefur ennfremur
sætt gagnrýni fyrir þær sakir að lögveðin hvíli sem leynd höft á eignum vegna þess að
réttarvernd þeirra er óháð opinberri skráningu um réttarvernd. Kunna lögveð af þessum
sökum að koma aftan að kaupendum, samningsveðhöfum og lánadrottnum, ekki síst vegna
þess að rétthæð lögveða gagnvart öðrum óbeinum eignarréttindum er óháð aldri. Í
athugasemdum við frumvarp til þinglýsingalaga var tilhögun þessi réttlætt með því að
kaupendum og lánveitendum væri í lófa lagið að kynna sér hver lögveð kunni að hvíla á
eignum.
Markmið með ritgerð þessari er að veita heildarmynd, bæði af hinu fremur flókna
regluverki sem gildir um lögveð og sameiginlegum einkennum þeirra, en samhliða því, að
greiða bæði úr mögulegri réttaróvissu tengdri lögveðum og varpa ljósi á það hvaða lögveð kunni að hvíla á eignum.

Samþykkt
6.1.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
jan_fixed.pdf1,04MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna