is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4211

Titill: 
  • Mannréttindi og Evrópusambandið: Samræming refsiréttar og samvinna á sviði sakamála
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um áhrif fyrstu og þriðju stoðar Evrópusambandsins á refsirétt aðildarríkja ESB annars vegar og íslenskan refsirétt hins vegar. Í fyrsta kafla þessarar ritgerðar er umfjöllunarefni hennar kynnt stuttlega. Í öðrum kafla hennar er fjallað um þá þróun sem hefur átt sér stað innan Evrópusambandsins undanfarin ár og hefur þýðingu fyrir umfjöllunarefni þessarar ritgerðar. Í honum er einnig farið yfir þau beinu og óbeinu áhrif sem fyrsta og þriðja stoð ESB hafa haft á refsirétt aðildarríkja Evrópusambandsins. Í þriðja kafla ritgerðarinnar verður síðan vikið að mannréttindavernd innan Evrópusambandsins og upp að hvaða marki stofnanir og aðildarríki sambandsins eru bundin af þeim reglum. Sérstaklega er vikið að hlutverki Evrópudómstólsins hvað þetta varðar. Að lokum er fjallað um tengsl Mannréttindasáttmála Evrópu og Evrópusambandsins en þýðing sáttmálans og dómaframkvæmdar Mannréttindadómstólsins fyrir þróun evrópsks refsiréttar er þungamiðja fjórða og fimmta kafla ritgerðarinnar. Í þeim köflum er annars vegar fjallað um einkenni gerða fyrstu stoðarinnar og áhrif þeirra á refsirétt aðildarríkjanna samanborið við þær kröfur sem Mannréttindasáttmáli Evrópu gerir til refsilaga. Hins vegar er fjallað um helstu áherslur innan þriðju stoðarinnar hvað varðar samræmingu efnislegs refsiréttar aðildarríkjanna, einkum með tilliti til þeirra krafna sem Mannréttindasáttmálinn og Mannréttindadómstóllinn gera til skýrleika refsiheimilda. Í sjötta kafla ritgerðarinnar eru áhrif EES-samningsins á íslenskan refsirétt könnuð. Að lokum eru niðurstöður fyrri kafla ritgerðarinnar varðandi áhrif fyrstu og þriðju stoðarinnar á refsirétt aðildarríkjanna bornar saman við íslenskan rétt, bæði með tilliti til þeirra áhrifa sem stoðirnar hafa nú þegar haft á íslenskan refsirétt, beint eða óbeint, og einnig hvaða áhrif aðild Íslands að ESB myndi hafa hvað þetta varðar.

Samþykkt: 
  • 6.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4211


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_forsíða fixed.pdf20.97 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
pdf ritgerð fixed.pdf915.25 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna