is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4216

Titill: 
  • Brostnar forsendur og 36. gr. samningalaga nr. 7/1936 með hliðsjón af atvikum sem síðar koma til
Titill: 
  • Failed preconditions and paragraph 36 of the Icelandic Act on Agreements no. 36/1936 with respect to later incidents
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ógildingarheimildir samningaréttarins eru í eðli sínu undantekningarreglur og takmarka því þá grundvallarreglu fjármunaréttarins að samninga ber að efna og halda. Slíkar hömlur eru nauðsynlegar svo traust sé borið til viðskiptalífs og tiltrú á samningsgerð sé til staðar. Án þeirra væri hætt við misbeitingu á samningafrelsi manna. Ógildingarheimildir laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga miða almennt við atvik eða aðstæður sem til staðar eru við samningsgerð. Ógildingarheimildir vegna atvika eða aðstæðna sem upp koma eftir samningsgerð eru og hafa hins vegar verið fáar og óræðnar.
    Í þessari ritgerð er fjallað um möguleika loforðsgjafa á að fá samning sinn ógiltan vegna atvika eða aðstæðna sem upp koma eftir samningsgerð. Er hér vísað til þess að forsenda fyrir samning brestur eða samningur leiðir til ósanngjarnrar niðurstöðu. Eins og titill ritgerðarinnar gefur til kynna er fyrst og fremst fjallað um beitingu ólögfestra réttarreglna um brostnar forsendur og einnig 36. gr. sml., þá með hliðsjón af atvikum sem síðar koma til.
    Á undan meginumfjöllun ritgerðarinnar er gert grein fyrir helstu meginreglum samningaréttarins um skuldbindingargildi samninga og samningafrelsi manna. Þá er einnig fjallað almennt um ógildingarheimildir samningaréttar og vikið að réttaráhrifum þeirra auk þess sem sérstökum og almennum ógildingarheimildum eru gerð skil.
    Í fjórða kafla er fjallað heildstætt um óskráðu réttarreglurnar um brostnar forsendur.
    Vikið er að bakgrunni hennar sem ólögfestri meginreglu og þau skilyrði rakin sem almennt eru lögð til grundvallar fyrir beitingu reglunnar. Þá eru nefnd dæmi um forsendur sem kunna að hafa réttaráhrif og einnig vikið að sértilvikum varðandi forsendubrest. Að lokum er fjallað um réttaráhrif reglunnar og reifuð m.a. sjónarmið varðandi samspil réttaráhrifa brostinna forsenda í samninga- og kröfurétti.
    Í fimmta kafla er fjallað ítarlega um 36. gr. sml. með áherslu á atvik og aðstæður sem koma til eftir samningsgerð. Vikið er að forsögu reglunnar ásamt því sem meginmarkmið og efnisbreytingar reglunnar á íslenskan samningarétt eru gerð skil. Þá er fjallað heildstætt um 1. mgr. 36. gr. sml. sem hefur að geyma helstu hugtök greinarinnar sem vísa til ósanngirnis og viðskiptavenju. Reynt verður að skýra hugtökin frekar með hliðsjón af leiðbeiningarreglum sem er að finna í lögskýringargögnum. Þá er einnig fjallað heildstætt um þau atriði 2. mgr. 36. gr. sem koma til leiðbeiningar við mat á hugtökum og beitingu 1. mgr. og atvik sem síðar koma til veitt sérstök umfjöllun.
    Í lokin eru réttarreglur brostinna forsendna og 36. gr. sml. að vissu leyti bornar saman og í kjölfarið er efni ritgerðarinnar dregið saman og gert grein fyrir helstu niðurstöðum.

Samþykkt: 
  • 6.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4216


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed-1.pdf835.45 kBLokaðurHeildartextiPDF