is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4217

Titill: 
  • Réttlætiskenning Rousseau. Á Samfélagssáttmáli Jean-Jacques Rousseau erindi við 21. öldina?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Réttlætiskenning Rousseau fjallar um inntak, forsendur og megin niðurstöður Samfélagssáttmála Jean-Jacques Rousseau og gildi hans fyrir 21. öldina. Gerð er grein fyrir hugmyndum sáttmálans og þeim grunnhugtökum sem Rousseau byggir kenningu sína á. Þau eru réttlæti, jöfnuður, frelsi, almannahagur, fullveldi og almannavilji. Kenningin er stjórnmálaheimspekileg og fjallar um skipan samfélagsins en með áherslu á rétt einstaklingsins til að áforma líf sitt. Einstaklingurinn er frjáls vera sem hefur rétt á að taka ákvarðanir sem varða líf hans. Til þess að verja þetta frelsi myndar hann samfélag með öðrum einstaklingum og framselur hluta af frelsinu til samfélagsins en þó með þeim skilyrðum að jafnt sé á með öllum komið og að samfélagið geti ekki viljað skaða sína eigin þegna. Samfélagssáttmálinn er því trygging þeirra sem að honum standa fyrir því að samfélaginu sé ávallt stjórnað út frá almannahag en ekki út frá einkahagsmunum. Vísað er til ritgerðar Rousseau um Uppruna ójafnaðar sem rekur þá sögulegu þróun sem leitt hefur til valdaójafnvægis og þrælahalds.
    Vísað er til rannsókna á ritum Rousseau og kenningar hans eru settar í samhengi við nútíma kenningar í stjórnmálaheimspeki, einkum John Rawls. Fjallað er um skiptingu stjórnmálanna í fylkingar til vinstri og hægri og Rousseau settur í það samhengi auk þess sem bent er á áhrif hans á Marx, Hegel og Kant.
    Almannaviljinn er þó mikilvægasta hugtak Rousseau og er farið mjög ítarlega í inntak þess og merkingu auk þess sem það er tengt einu mikilvægasta hugtaki stjórnmála 21. aldarinnar; sjálfbærri þróun. Færð eru rök fyrir því að hugsun Rousseau eigi fullt erindi við umræðuna um réttláta skiptingu sameiginlegra gæða mannkyns og þá ábyrgð sem núlifandi kynslóðir bera gagnvart þeim kynslóðum sem erfa munu jörðina. Það er almannahagur að vel sé farið með öll verðmæti jarðar, þeim réttlátlega skipt og að virðing sé borin fyrir lífi hvers og eins.

Samþykkt: 
  • 6.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4217


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rettlaetiskenning_rousseau_fixed.pdf250.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna