is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4231

Titill: 
  • Eggið og sæðið. Kyngervið fæðist í félagsmótun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að benda á og undirstrika að félagsmótun hafi mikil áhrif á kyngervi og tilvist þess. Kynja- og mannfræðilegri nálgun er beitt með áherslu á femínískar kenningar. Femínistar hafa bent á að félagslegur veruleiki sé mjög karlmiðaður þar sem karlar hafa farið með völdin og stjórni orðræðum um kynin og kyngervin. Femínísk nálgun hristir upp í kerfinu með því að benda á þetta ástand. Til að skilja stöðu kvenna og veruleikann er nauðsynlegt að skoða karlmennskur. Hugmyndir um tvíhyggju eru sterkar og viðheldur kynjunum sem andstæðum. Í póstmódernískum kenningum er reynt að afbyggja kyn og kyngervi og bent er á að slíkt sé afurðir orðræðna og valdatengsla í stað þess að vera afleiðingar eðli líkamans. Mannfræðin hefur fjallað talsvert um tvenndarparið náttúra/samfélag og sérstaklega áhrifin sem samfélagið hefur á náttúruna eins og nálgun Emily Martin (2007) um eggið og sæðið segir til um. Grein Martin er miðlæg í ritgerðinni þar sem hún er gott dæmi um félagsmótun og líkömnun sem hafa áhrif á mótun kyngervisins. Eðlishyggja verður kynnt til sögunnar sem ákveðin andstæða við félagsmótun, enda oft notuð til þess að réttlæta kyrrstöðu og óbreytt ástand. Líffræðin er þannig notuð til að útskýra félagslegan veruleika. Fjallað er um dæmi um svokallað eðli karla og kvenna sem er vinsælt umfjöllunarefni í bókmenntum og leikritum. Kynnt verða tvö raunveruleg dæmi um félagsmótun kyngervis, annars vegar um transgender sýn og hins vegar dæmið um vinsælu litina, bleikan og bláan sem nýburar hafa til dæmis verið klæddir í á opinberum fæðingardeildum.

Samþykkt: 
  • 7.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4231


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA2_fixed.pdf340.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna