ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/424

Titill

Horfinn barnaheimur : líf og aðbúnaður sveitabarna í lok 19.aldar

Útdráttur

Í ritgerð þessari er fjallað um bernskuminningar Ólínu Jónasdóttur, Ég vitja þín æska. Ólína fæddist árið 1885 á Silfrastöðum í Skagafirði. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum og ömmu fram til sjö ára aldurs en þá fór hún í vist á Kúskerpi í Skagafirði. Ólína dvaldi þar að mestu fram að fermingu. Einnig dvaldi hún síðar meir sem vinnukona á Kúskerpi. Saga Ólínu verður skoðuð sem heimild um líf og aðstæður barna í kringum lok 19. aldar.
Sjálfsævisögur og bernskuminningar varpa ljósi á líf liðinnar tíðar og margar slíkar minningar hafa verið notaðar sem heimildir innan sagnfræðinnar.
Það sem gerir minningar sem þessar sérstæðar og áhugaverðar er sú staðreynd að aðeins ein manneskja er til frásagnar um líf sitt og annarra samferðamanna.
Hér verður lögð áhersla á að rýna í texta Ólínu og draga fram skýra sýn á bernsku hennar.

Samþykkt
17.8.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Heildarskjal.pdf286KBOpinn Heildarskjal PDF Skoða/Opna