is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4245

Titill: 
  • Þjónustusamningar sem stjórntæki við rekstur meðferðarheimila á vegum Barnaverndarstofu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um þjónustusamninga sem stjórntæki við rekstur meðferðarheimila á vegum Barnaverndarstofu. Sjónum er beint að hvernig lög og reglugerðir um þjónustusamninga tryggja að stjórnvöld fari með raunverulegt vald til að fyrirbyggja umboðstap. Skoðað er hvaða tæki stjórnvöld hafa til að fylgjast með því að valddreifing og aukin ábyrgð skili sér í hagkvæmari rekstri og betri þjónustu.
    Um er að ræða eigindlega tilviksathugun. Byggist fræðilegur grunnur á hugmyndum um umboðskenningar og þau stjórntæki sem stjórnvöld beita til að ná fram ákveðnum stefnumálum við framkvæmd opinberrar þjónustu. Skoðaðir voru þjónustusamningar vegna reksturs tólf meðferðarheimila fyrir unglinga sem störfuðu á vegum Barnaverndarstofu á árunum 1995 til 2009.
    Barnaverndarstofa hefur verið fyrirmynd annarra ríkisstofnana við notkun þjónustusamninga við framkvæmd kjarnaþjónustu. Þrátt fyrir áherslu á aukna hagkvæmni hefur ekki átt sér stað lækkun raunkostnaðar. Þá hafa breitingar í reksti heimilanna reynst kostnaðarsamar. Auk ítarlegra þjónustusamninga er notast við fjölda félagslegra og hagrænna gerða í formi reglugerða og verklagsreglna um hina ýmsu þætti sem búast má við að komi upp í meðferðarstarfi. Forsendur fyrir rekstur meðferðarheimila breytast yfir tíma þannig að erfitt er að finna eina rétta rekstrarformið. Á hverjum tíma þarf að meta hvaða stjórntæki eru viðeigandi til að tryggja hagkvæma og árangursríka þjónustu.

Samþykkt: 
  • 8.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4245


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf721.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna