is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4247

Titill: 
  • Reynslulausn. Úrræði innan fangelsiskerfisins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um reynslulausn, hlutverk hennar og tilgang. Reynslulausn er eitt úrræði afplánunar utan fangelsa en þar undir fellur líka náðun og samfélagsþjónusta. Einna helst var notast við heimildir frá Fangelsismálastofnun ríkisins, Alþingi og lagasöfn. Einnig var notast við blaðagreinar, munnlegar heimildir og ritrýnd fræðirit. Megin spurningin er hvort allir standi jafnir þegar kemur að veitingu reynslulausnar. Einnig er horft til þess hver staða reynslulausnar er á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin og Bandaríkin. Er Ísland á eftir þessum löndum hvað varðar reynslulausn? Niðurstöðurnar sýna að nær allir geta fengið reynslulausn eftir afplánun 2/3 hluta refsivistar og þá eru meðtaldir þeir sem fremja gróf afbrot. Færri komast út eftir afplánun helmings refsitíma en það eru frekast þeir sem eru undir 21 árs aldri, þeir sem eru að fremja fyrsta afbrot og ef afbrotið er talið vægt. Tilhögun reynslulausnar á Íslandi er með svipuðu móti og gerist á Norðurlöndunum. Öll löndin hafa það sem meginreglu að veita föngum reynslulausn eftir að hafa afplánað 2/3 hluta af refsivist. Þó er Finnland undantekning að einu leyti en þar er veitt reynslulausn eftir afplánun 1/3 hluta refsivistar ef einstaklingur er 21 árs eða yngri.

Samþykkt: 
  • 9.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4247


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_fixed.pdf336.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna