is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4255

Titill: 
  • Staðgöngumæðrun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um staðgöngumæðrun sem raunhæfan kost fyrir pör sem glíma við ófrjósemi og samkynhneigða karlmenn. Umfjölluninni er beint að ólíkum fjölskyldugerðum og hvernig þráin að eignast barn getur verið mótandi í lífi margra. Umfjöllun verður um lausnir við barnleysi sem eru ættleiðing, tæknifrjóvgun eða staðgöngumæðrun. Staðgöngumæðrun skiptist í hefðbundna staðgöngumæðrun og fulla staðgöngumæðrun. Hefðbundin staðgöngumæðrun er þegar egg staðgöngumóðurinnar sjálfrar er frjóvgað með sæði tilvonandi föður. Þetta gerir hún með það í huga að gefa tilvonandi foreldrunum barnið eftir fæðingu þess. Með fullri staðgöngumæðrun er átt við að staðgöngumóðir gengur með egg tilvonandi móður sem frjóvgað hefur verið með sæði mannsins hennar. Staðgöngumæðrun er ólögleg hér á landi en leyfð í ýmsum öðrum löndum og farið verður yfir löggjöf nokkurra landa. Fjallað verður um staðgöngumæðrun á Íslandi en vitað er til þess að hefðbundin staðgöngumæðrun hafi verið framkvæmd hér á landi auk þess sem pör hafa leitað erlendis til að framkvæma fulla staðgöngumæðrun. Fjallað verður um siðferðileg álitamál og rannsóknir sem gerðar hafa verið á málefninu. Rætt verður um mikilvægi félagsráðgjafar með öllum aðilum máls auk þess sem umfjöllunin verður tengd við kreppukenningar og staðgöngumæðrun sem mögulega lausn á kreppuástandi.
    Rannsóknarspurningin er sú hvort staðgöngumæðrun sé raunhæfur kostur við barnleysi hér á landi. Einnig skoðum við hvort skynsamlegt væri að lögleiða hana hérlendis með því að horfa til annarra þjóða og skoða helstu áhrif á einstaklinga og fjölskyldu. Niðurstaðan er sú að læknisfræðilega séð kemur ekkert í veg fyrir að staðgöngumæðrun yrði lögleidd á Íslandi í ákveðnum tilvikum. Þó ber að hafa í huga að áhrif á einstaklinga og fjölskyldur eru ekki að fullu þekkt. Því ber að fara varlega þegar kemur að þessum málaflokki.

Samþykkt: 
  • 11.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4255


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
jan_fixed.pdf659.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna