ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4270

Titill

Viðhorf forstjóra og framkvæmdarstjóra til samþættingar milli vinnu og einkalífs

Útdráttur

Markmiðið með þessari rannsókn er að kanna viðhorf íslenskra forstjóra og
framkvæmdastjóra til samþættinga vinnu og einkalífs, og hvernig leggja þeir línurnar í
fyrirtækjamenningu hvað samþættingu vinnu og einkalífs varðar. Í rannsókninni er
byrjað á því að rekja mannauðsstjórnun í sögulegu ljósi, því mannauðsstjórnun er
grunnurinn að allri þeirri hugmyndafræði sem á eftir kemur. Það er að segja að
starfsmannastefnu, samþættingu vinnu og einkalífs og fyrirtækjamenningu. Leitast er
við að skilgreina hvað átt er við með mannauðsstjórnun, hvernig það hugtak varð til
og hvaða hlutverki það gegnir í nútíma vinnuumhverfi. Út frá mannauðsstjóra
hugtakinu er leitast við að gera grein fyrir starfsgæðum, en hugtakið staðfestir og
undirstrikar það hvers vegna er þörf á starfsmannastefnu og því að koma til móts við
starfsfólkið með samþættingu vinnu og einkalífs.
Æðstu stjórnendur eru þeir sem leggja línurnar að fyrirtækjamenningu sem
fyrirmyndir á hverjum vinnustað. Hægt er að vera með góða starfsmannastefnu í
fallegu orði en allt aðra fyrirtækjamenningu á borði.
Rannsóknin er megindleg, þátttakendur voru forstjórar og framkvæmdastjórar stærstu
fyrirtækja landsins. Leitast var við að ná fram viðhorfi þeirra til samþættingar vinnu
og einkalífs og átta sig á þeirra eigin hegðun í því samhengi. Niðurstaðan var í grófum
dráttum sú að íslenskir forstjórar og framkvæmdastjórar eru frekar jákvæðir gagnvart
slíkri samþættingu. Þeir virðast vera meðvitaðir um að bjóða upp á samþættingu og
sýna mikilvægi hennar mikinn skilning. En vinna á sama tíma sjálfir mjög mikið og
leggja því líklega línurnar að fyrirtækjamenningu sinna vinnustaða á móti jákvæðri
hugmynd um samþættingu vinnu og einkalífs.

Samþykkt
12.1.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
in_fixed.pdf835KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna