is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4271

Titill: 
  • Hæfniflokkun starfa hjúkrunarfræðinga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknin fjallar um hæfni hjúkrunarfræðinga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) og greiningu hennar í hæfniflokka. Einnig er sjónum beint að því hvernig hjúkrunarfræðingar viðhalda og efla hæfni sína í starfi. Hæfni er sá hæfileiki starfsmanns að sinna starfi sínu þannig að sem mest framlegð skapist. Þá er átt við að hæfni samanstandi af þeirri þekkingu, færni og persónulegum viðhorfum sem starfsmaður býr yfir.
    Meginmarkmið rannsóknarinnar er að draga upp mynd af hæfniflokkum starfa hjúkrunarfræðinga hjá HH og greina þá í almenna og fagbundna hæfniflokka. Við greiningu á almennri og fagbundinni hæfni var stuðst við greiningarlíkön Odd Nordhaug. Rannsakandi vildi jafnframt skoða dulda hæfniþætti hjúkrunarfræðinga eða þá þætti sem liggja djúpt í hugarfylgsnum þeirra. Við greiningu á dulinni hæfni var stuðst við hæfnigreiningarlíkan Dave Bartram.
    Í rannsókninni var fyrst beitt eigindlegri aðferð með einstaklingsviðtölum við fjóra hjúkrunarfræðinga og rýnihópagreiningu þar sem fimm hjúkrunarfræðingar áttu sæti. Til að styrkja niðurstöður úr eigindlegri aðferð var megindleg spurningakönnun lögð fyrir alla hjúkrunarfræðinga HH. Niðurstöður hennar voru lýsandi og styrktu niðurstöður rannsóknarinnar.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að hjúkrunarfræðingar búa yfir mikilli fagbundinni hæfni. Sýnileg hæfni þeirra einkennist fyrst og fremst af námi þeirra, starfsreynslu og mikilli faglegri verkkunnáttu. Hjúkrunarfræðingar þurfa að búa yfir mörgum duldum hæfniþáttum til að sinna starfi sínu. Má þar nefna þætti eins og mannleg samskipti, að nálgast skjólstæðinga á jafnréttisgrundvelli, sýna þolinmæði og að hafa samhug (e. empathy) með skjólstæðingum. Hjúkrunarfræðingar viðhalda síðan hæfni sinni og þróa hana áfram í takt við þær áherslur sem eru í starfsumhverfi þeirra. En til þess velja þeir fjölbreyttar lærdómsleiðir, bæði innan sem utan vinnustaðar.

Samþykkt: 
  • 13.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4271


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf1.1 MBLokaðurHeildartextiPDF