is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4276

Titill: 
  • Trúir þú á raunveruleikann? Þróun óhefðbundinna lækninga til dagsins í dag
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Óhefðbundnar lækningar verða sífellt vinsælli með hverju árinu í vestrænum samfélögum. Fræðimenn deila þó um réttmæti þeirra í læknisfræði og hvort þær séu að gera gagn eða séu einfaldlega önnur leið til að svíkja pening út úr fólki. Þegar svara er leitað við því hvaða meðferðir virka og hverjar ekki, er lítið um einróma svör. En þessi deila hefur snúist út í baráttu á milli vísinda og trúar. Vísindamenn vísa til ýmissa vísindalegra rannsókna sem gerðar hafa verið á óhefðbundnum lækningum. Þrátt fyrir neikvæðar niðurstöður rannsókna um virkni margra óhefðbundinna meðferða, er almenningur ekki sannfærður. Því er vert að skoða hvað það er sem laðar fólk að óhefðbundnum meðferðum þegar því stendur til boða hefðbundin læknaþjónusta á lægra verði. Gagnrýni vísindamanna hefur einkum verið sú að virkni óhefðbundinna meðferða séu lítið annað en lyfleysuáhrif. En þar á móti sýna sambærilegar rannsóknir hafa sýnt fram á verulegan bata sjúklinga sem nýta sér óhefðbundnar lækningar. Tenging huga og líkama ætti því að vera ofarlega á lista rannsókna sem framkvæmdar eru í dag. Því skortur á þeirri tengingu er það sem hefðbundin læknisfræði hefur verið gagnrýnd fyrir. Það sýnir sig með því að sjúklingar leita annað til að fá meina sinna bót.

Samþykkt: 
  • 13.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4276


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
raunveruleikann_fixed.pdf343.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna