ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4279

Titill

Ég læri nýja hluti svo ég geti orðið betri starfsmaður

Útdráttur

Lærdómur og þekkingarstjórnun eru mikilvæg hugtök í starfsemi skipulagsheilda. Forsenda þess að skipulagsheild nái árangri og geti starfað á samkeppnisgrundvelli er að yfirmenn jafnt sem starfsfólk geri sér grein fyrir þessu mikilvægi. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er vinnutengdur lærdómur og miðlun og yfirfærsla þekkingar. Rannsóknarspurningarnar eru: Hvernig lærir fólk í vinnuumhverfinu sínu? Hvernig fer óformlegur lærdómur fram meðal starfsfólks? Og hvernig fer miðlun og yfirfærsla þekkingar fram innan skipulagsheildarinnar? Rannsóknin fellur undir tilviksathugun, það er að segja, rannsókn sem hefur í för með sér ítarlega greiningu á einu tilviki. Rannsóknartilvikið er menntamálaráðuneytið sem er stofnun sem í daglegum störfum sínum fæst við menntun, lærdóm og þekkingarsköpun. Aðferðin sem notast var við kallast blönduð rannsóknaraðferð, þar sem nýst er við megindlega og eigindlega aðferð. Niðurstöður rannsóknar gefa til kynna að óformlegur lærdómur spili stærsta þáttinn í vinnutengdum lærdómi starfsfólks. Það skiptir fólk máli að geta lært af samstarfsfólki sínu og leitað til þeirra eftir leiðbeiningum og stuðningi. Starfsfólk leitar síður til yfirmanna en samstarfsmanna sökum þess að yfirmenn eru mikið uppteknir í samstarfi með öðrum yfirmönnum. Miðlun þekkingar innan vinnustaðarins fer að mestu leiti fram með tölvupósti og fréttabréfum og hið svokallaða kaffistofuspjall spilar einnig stóran þátt í miðluninni. Svo virðist sem mikill vinnuhraði, álag á starfsfólk og tímaleysi séu helstu þættirnir sem koma í veg fyrir að miðlun þekkingar eigi sér stað innan vinnustaðarins. Áhugi starfsfólks og að það finni fyrir hvatningu hefur áhrif á það hvort yfirfærsla þekkingar eigi sér stað á vinnustaðnum. Kennarinn eða sá sem miðlar þekkingu sinni áfram og áhrif hans á starfsfólk hefur einnig áhrif á það hvort lærdómur eigi sér stað og síðan hvort starfsfólkið geti yfirfært það sem lært var. Það er mikilvægt að starfsfólk geti nýtt það sem það lærði fljótt annars er hætta á því að það gleymist.

Samþykkt
13.1.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
hab14_fixed.pdf6,1MBLokaður Heildartexti PDF