ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4294

Titill

Einhverfir einstaklingar verðmæt auðlind í hugbúnaðarprófunum

Útdráttur

Rannsóknarefni ritgerðarinnar er Specialisterne í Danmörku. Fyrirtækið keppir á markaði og hefur síðastliðin tvö ár skilað hagnaði. Sérstaða fyrirtækisins felst í
hugmyndafræðinni sem það byggir á og mannauðnum sem það hefur yfir að ráða.
Specialisterne hefur vakið mikla athygli í Danmörku og víðar um lönd en
stofnandinn, Thorkil Sonne, hefur verið iðinn við að kynna fyrirtækið á
heimaslóðum sem og erlendis. Thorkil er frumkvöðull og gat ekki nýtt sér reynslu
annarra við uppbyggingu þess. Specialisterne er einstakt fyrirtæki fyrir þær sakir
að flestir starfsmennirnir eru greindir einhverfir. Thorkil nýtir styrkleika þessa
einstaklinga til að ná forskoti á markaði.
Aðferðafræði rannsóknarinnar er raundæmisrannsókn. Fyrirtækið er skoðað út frá því samhengi sem það starfar í. Helstu niðurstöður greiningarinnar eru á þá leið að
þrátt fyrir að rekstrarumhverfi íslenskra skipulagsheilda sé afar erfitt um þessar
mundir þá er ýmislegt sem styður við stofnun Íslenskra sérfræðinga í anda
Specialisterne. Sú stoðþjónusta sem hið opinbera býður upp á er til þess fallin að
styðja við starfsemina og vinnustaðasamningar Tryggingastofnunar ríkisins ættu einnig að greiða fyrir samstarfi Íslensku sérfræðinganna og upplýsinga- og tæknigeirans. Íslensk lög og reglugerðir styðja einnig við starfsemina.
Skipulagsheildir innan upplýsinga- og tækniiðnaðarins hafa svo og lýst yfir áhuga
á samstarfi.

Samþykkt
13.1.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
meistarprofsritger... .pdf22,9KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna
mynum_fixed.pdf2,1MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna