is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4300

Titill: 
  • Hvernig er hugað að mannlega þættinum í breytingaferli fyrirtækja?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Stjórnun breytinga snýst um fólk og er mannlegi þátturinn líklega erfiðasti þátturinn í breytingum innan fyrirtækja. Viðfangsefni þessarar rannsóknar er áhrif breytinga á starfsfólk þegar Olíufélagið Esso, Bílanaust og fleiri minni fyrirtæki sameinuðust undir nýju nafni, N1 í apríl 2007 og gengu í kjölfarið í gegnum talsverðar breytingar. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvernig hugað er að mannlega þættinum við breytingaferli fyrirtækja; að skoða meðal annars hvernig breytingar eru kynntar fyrir starfsfólki og hvernig þær geta haft áhrif á starfsfólk með tilliti til líðan þess og ánægju. Í rannsókninni er notast við bæði eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir, en ætla má að beiting beggja aðferða geti gefið rannsókninni aukinn styrk með mismunandi nálgun á sama viðfangsefni. Samanburðarrannsókn á megindlega hlutanum var gerð með árs millibili til að skoða hvort um marktækan mun var að ræða á tímabilinu. Niðurstaða könnunarinnar er sú að það var vel hugað að mannlega þættinum í breytingaferlinu hjá N1. Meirihluti þátttakenda rannsóknarinnar telur að sameining fyrirtækjanna hafi heppnast vel eða mjög vel, og eru jákvæðir gagnvart breytingum í starfi, hvort sem spurt var árið 2008 eða árið 2009. Þetta sýnir að þátttakendur rannsóknarinnar eru tilbúnir til að vinna að stöðugri þróun og eflingu fyrirtækisins. Úr niðurstöðunum má einnig greina að sameining fyrirtækjanna hafi verið mjög vel undirbúin. Meirihluti þátttakenda, eða 62% voru ánægðir eða mjög ánægðir með upplýsingamiðlun á meðan á sameiningarferlinu stóð þegar spurt var árið 2008 og 60% þáttakanda voru ánægðir eða mjög ánægðir með upplýsingamiðlun á meðan sameiningarferlinu stóð, þegar spurt var 12 mánuðum síðar. Starfsmenn þessara fyrirtækja voru því vel upplýstir um gang mála. Tæplega 44% þátttakenda upplifðu að þeir fengju að taka mikinn eða mjög mikinn þátt í sameiningarferlinu. Hugað var að öllum þeim þáttum sem flestir fræðimenn telja að mikilvægt sé að passa upp á í breytinga- eða sameiningarferli fyrirtækja.

Samþykkt: 
  • 13.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4300


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Breytingastjornun_mannlegi_thatturinn_fixed.pdf1.42 MBLokaðurHeildartextiPDF