ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4309

Titill

Íslensku handritin og Elgin-töflurnar: Hlutverk sjálfsmynda í deilum um þjóðminjar. Samanburður á handritadeilu Íslendinga og Dana og deilu Grikkja og Breta um Elgin-töflurnar.

Útdráttur

Á seinni helmingi 20. aldar hafa deilur um skil á þjóðminjum orðið sífellt meira áberandi en slíkar deilur eru þekktar um heim allan og snerta fjölmargar þjóðir. Á alþjóðlegum vettvangi er Elgin-deila Grikkja og Breta einna þekktust en Íslendingar tengja vafalaust deilur um þjóðminjar við handritadeilu Íslands og Danmerkur. Í ritgerðinni eru deilurnar tvær bornar saman, handritadeilan og Elgin-deilan, með það að markmiði að varpa ljósi á hlutverk sjálfsmynda í þess konar deilum. Sjálfsmyndir eru í forgrunni umræðunnar en slíkar deilur eru oftar en ekki vettvangur fyrir mótun og styrkingu sjálfsmynda hlutaðeigandi þjóða. Það sem helst greinir deilurnar að og skiptir máli í þessari umfjöllun er það að á meðan handritadeilan leystist fremur snemma og farsællega miðað við almenna þróun slíkra mála, þá er Elgin-deilan enn óleyst og ekki sér fyrir endann á henni. Samanburðurinn miðar að því að kanna hvort hægt sé að útskýra ólíkar lausnir deilnanna á einhvern hátt með ólíkri þróun sjálfsmynda þjóðanna ásamt því að taka hvora deiluna fyrir sig úr sínu hefðbundna samhengi. Sjálfsmyndir þjóðanna eru skoðaðar út frá samskiptum þeirra við deiluaðilana, og athygli beint sérstaklega að þeirri orðræðu sem uppi var í deilunum. Fjallað er um menningarlega- og landfræðilega afmörkun sjálfsmyndanna út frá tengslum þjóðanna við landsvæði sitt og togstreituna við önnur og stærri menningarsvæði sem einnig gerðu tilkall til minjanna. Loks eru deilurnar settar í samhengi við alþjóðalega þróun mála um skil á þjóðminjum og horft til mögulegra eftirmála þeirra.
Hlutverk þjóðminja og þýðing þeirra fyrir þjóðir, samfélög og menningu er viðfangsefni sem hefur orðið sífellt meira áberandi á undanförnum áratugum og helst að miklu leyti í hendur við þá þróun og þær breytingar sem hafa orðið á löndum heimsins sem og fjölgun þjóða og sjálfstæði þeirra í kjölfar upplausnar stórvelda og uppstokkunar á alþjóðlegu valdakerfi. Vandamálin sem þessu hafa fylgt eru margvísleg og er mótun sjálfsmyndar eitt mikilvægasta viðfangsefnið sem nýfrjálsar þjóðir glíma við. Deilur um þjóðminjar og skil þeirra verða oft kjarninn í uppgjöri við fyrri valdamiðstöðvar og um leið er „þjóðarkjarninn“ festur í sessi. Það má segja að handritadeilan og Elgin-deilan endurspegli tvo gagnstæða póla í deilumálum um skil á þjóðminjum og geti því hvor um sig varpað skýrara ljósi á eðli og grundvallargildi þessa málaflokks.

Samþykkt
14.1.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
forsíða pdf2_fixed.pdf32,6KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna
titilsíða pdf2_fixed.pdf8,44KBOpinn Titilsíða PDF Skoða/Opna
Íslensku handritin... .pdf479KBOpinn Meginmál PDF Skoða/Opna