ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4311

Titill

Feður og fæðingarorlof: samanburður á Íslandi, Þýskalandi og Bretlandi

Útdráttur

Sú hugmynd að feður eigi jafnan rétt og mæður á töku fæðingarorlofs hefur ekki alltaf þótt sjálfsögð þrátt fyrir að í dag sé staðan önnur. Með tilkomu aukins réttar feðra til orlofstöku eiga börn nú möguleika á því að umgangast báða foreldra sína á sama hátt á fyrstu stigum lífsins og feður á því að mynda ómetanleg tengsl við þau.
Í ljósi þeirra breytinga sem flest vestræn samfélög hafa gengið í gegnum á undanförnum áratugum er gerð sú krafa að báðir foreldrar deili með sér verkum innan og utan heimilisins. Hafa stjórnvöld þurft að gera breytingar á lögum um fæðingarorlof í því samhengi en þau þrjú lönd sem voru tekin fyrir hafa hvert fyrir sig farið ólíkar leiðir þegar kemur að þessum málaflokki. Til umföllunar var þróun fæðingarorlofslöggjafar í Þýskalandi, Bretlandi og á Íslandi með réttindi feðra að leiðarljósi. Helstu niðurstöður voru þær að löndin eru mislangt komin í þróun lagana þegar kemur að jöfnum tækifærum kynjanna þrátt fyrir að viðhorf feðra til orlofstöku séu svipuð í öllum löndunum. Fjárhagslegir þættir virðast ráða hvað mestu, bæði hjá stjórnvöldum en einnig hjá feðrunum sjálfum og í ljósi óvissu á þeim sviðum verður athyglisvert að velta fyrir sér þróun mála.

Samþykkt
14.1.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
ur_fixed.pdf330KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna