is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4325

Titill: 
  • Markaðsgreining Dive.is á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis er að greina sportköfunarmarkaðinn á Íslandi út frá fyrirtækinu Dive.is – Sportköfunarskóla Íslands. Hér er aðferðafræði markaðsgreiningar útskýrð og farið er í gegnum ferlið í heild sinni. Fjallað er um hugmyndina á bakvið markaðsstarfið og er umhverfið fyrirtækja, bæði nær og fjær, skoðað ítarlega út frá fræðunum.
    Sportköfun er útskýrð og einnig ferðamennsku innan greinarinnar, þá hvernig hún hefur verið að þróast og fjallað er um bestu köfunarstaði heims og þá helstu hér á landi. Í ritgerðinnig er sögu Dive.is einnig gerð greinargóð skil.
    Fjallað er um ferðaþjónustuna á Íslandi bæði hvað varðar stöðuga fjölgun ferðamanna til landsins en einnig um afreyingu og gæði hennar.
    Þar sem lítið var vitað um viðskiptavini Dive.is framkvæmdi höfundur haustið 2009 rannsókn á erlendum viðskiptavinum Dive.is eitt ár aftur í tímann með hentugleikaúrtaki. Markmiðið var við að fá svar við mjög víðtækri rannsóknarspurningu sem var „Hverjir eru erlendir viðskiptavinir Dive.is”.
    Í rannsókninni sem fór fram dagana 26. október til 8. nóvember voru erlendir viðskiptavinir Dive.is spurðir út í köfun þeirra almennt sem og hér á íslandi en einnig voru þeir spurðir ítarlega um upplifun sína á þjónustutengdum þáttum Dive.is.
    Helstu niðurstöður voru nýttar í greiningu markaðarins og kom þar í ljós fjöldi tækifæra sem fyrirtækið getur nýtt í framtíðinni. Margt áhugavert kom í ljós varðandi ástæður þess að fyrirtækið var valið umfram samkeppnisaðila sína og hvers konar afþreyingu viðskiptavinurinn myndi helst kjósa sér á Íslandi fyrir utan köfun eða snorkl. Köfun á Íslandi fékk góða einkun samanborið við köfun í öðrum löndum og fannst helmingi svarenda það líklegt eða mjög líklegt að þeir kæmu aftur til landsins til þess að kafa. Langflestir viðskiptavinir Dive.is komu frá Norður-Ameríku og Evrópu og höfðu mikla reynslu í köfun.
    Í lok verkefnisins er sportköfunarmarkaðurinn á Íslandi greindur. Nær umhverfi Dive.is er greint þar sem meðal annars viðskiptavinum og samkeppnisaðilum eru gerð greinargóð skil. Ytra umhverfi fyrirtækisins er einnig greint með svokallaðri PEST-greiningu þar sem helstu ytri áhrifaþættir eru útskýrðir.
    Niðurstöður greiningarinnar eru svo dregnar saman í SVÓT-greiningu.

Samþykkt: 
  • 15.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4325


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit_fixed.pdf62.27 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heildartexti_fixed.pdf2.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
heimildaskra_fixed.pdf116.55 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna