ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4328

Titill

Peocon gestatalning og Norðurlönd

Útdráttur

Gestatalning (People Counting) er fyrirbæri sem hefur viðgengist í töluverðan tíma í smásölugeiranum víða um heim. Upphaflega voru teljararnir frumstæðir en sífellt koma á markað ódýrari og betri skynjarar og myndavélar sem bjóða upp á aukna möguleika ásamt lægri kostnaði.Peocon notar myndavélatækni til þess að telja umferð gesta um ákveðið svæði og eru upplýsingarnar sendar í gagnagrunn sem forrit vinnur síðan úr upplýsingar til notenda. Hægt er að færa inn í hugbúnaðinn gögn úr kassakerfum (POS-kerfum) og gefa notandanum upplýsingar um söluhlutfall (conversion rate) og meðalstærð innkaupakörfu.
Fyrsti hluti verkefnisins er fræðileg umfjöllun og er þeim hluta skipt í þrjá hluta. Í fyrsta lagi er fjallað um gestatalningu, þar er tíundað af hverju gestir eru taldir og mismunandi aðferðir til þess skýrðar. Í öðru lagi er fjallað um þrjár mismunandi leiðir fyrirtækja við alþjóðavæðingu, Uppsala-leiðina, stærri stökk um fædd alþjóðleg fyrirtæki í kafla. Í þriðja lagi er fjallað um alþjóðlega markaðssetningu. Þá er umfjöllun um Peocon í verkefninu þar sem fjallað er um fyrirtækið almennt, um vörur þess, heimamarkað fyrirtækisins, samanburð við tækni samkeppnisaðila og innri og ytri greining sem dregin er saman í SVÓT-greiningu. Megin hluti verkefnisins er umfjöllun um erlenda markaði með aðaláherslu á þrjú
Norðurlönd: Danmörku, Svíþjóð og Noreg. Fyrir hvert land er gerð PESTEL-greining, samkeppni greind og kannað hver notkun gestatalningar er.Verkefnið endar á umfjöllun fimm mögulegar leiðir til framtíðar fyrir Peocon og ráðleggingum.

Samþykkt
16.1.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Vignir_fixed.pdf1,55MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna