is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4330

Titill: 
  • Kostnaðarvirknigreining á bólusetningu gegn pneumókokkum á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Pneumókokkasýkingar eru algengar meðal barna og roskinna einstaklinga. Með tilkomu ónæmra stofna er árangur sýklalyfjameðferðar orðinn takmarkaður. Af þeim sökum er víða erlendis farið að bólusetja börn gegn algengustu hjúpgerðum pneumókokka. Ákvarðanir um slíkt byggjast meðal annars á niðurstöðum hagfræðilegra greininga um að íhlutunin sé hagkvæm. Tilgangur verkefnisins er að meta hvort hagkvæmt sé að taka upp bólusetningu gegn pneumókokkum á Íslandi.
    Efniviður og aðferðir: Kostnaðarvirknigreining er gerð út frá samfélagslegu sjónarhorni þar sem kostnaðarvirknihlutfallið ICER er metið út frá kostnaði á hvert viðbótarlíf og viðbótarlífár. Áhersla er lögð á að styðjast við íslensk gögn en í þeim tilvikum þar sem þau eru ekki fyrir hendi er stuðst við heimildir frá Bandaríkjunum og Norðurlöndunum. Greiningin er miðuð við árið 2008 og allar kostnaðartölur reiknaðar út samkvæmt því. Við núvirðingu er miðað við 3% afvöxtunarstuðul.
    Niðurstöður: Árlegur kostnaður samfélagsins vegna pneumókokkasýkinga á Íslandi er metinn 718.146.252 kr. á núvirði ef börn eru bólusett en 565.026.552 kr. ef ekki er bólusett. Umframkostnaður vegna bólusetningarinnar er því 153.119.700 kr. á núvirði. Með bólusetningunni væri árlega hægt að bjarga 0,669 lífum meðal barna á aldrinum 0-4 ára og 21,11 lífárum. Kostnaðar vegna hvers viðbótarlífs sem hægt er að bjarga með bólusetningunni er 228.878.476 kr. og 7.253.420 kr. vegna hvers viðbótarlífárs.
    Ályktanir: Að teknu tilliti til þeirra forsenda sem gefnar eru í upphafi benda niðurstöður til þess að bólusetning gegn pneumókokkum á Íslandi sé hagkvæm.

Samþykkt: 
  • 18.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4330


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf786.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna