ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4360

Titill

„Þjóðin fagnar öll.“ Íslensk þjóðarímynd í umfjöllun um A-landslið karla í knattspyrnu og handknattleik 1946-2008.

Skilað
Janúar 2010
Útdráttur

Í kjölfar stofnunar sjálfstæðs þjóðríkis á Íslandi árið 1944, blasti við að koma þurfti á fót öllum þeim stofnunum sem einkenna slíkt ríki. Sjálfstætt ríki þarf að geta teflt fram landsliðum íþróttamanna til keppni á alþjóðavettvangi. Landsliðin keppa fyrir hönd þjóðarinnar og eru fulltrúar hennar í keppnum við aðrar þjóðir. Þegar landslið vinnur sigur, sigrar þjóðin líka. Þannig er litið á íþróttalandslið sem smækkaða mynd þjóðarinnar allrar.
Í þessari ritgerð er fjallað um með hvaða hætti hugmyndir um íslenskt þjóðerni hafa birst í opinberri orðræðu á lýðveldistímanum. Rannsóknin er að miklu leyti byggð á íþróttaumfjöllun prentmiðla og tekur til áranna 1946-2008. Fjallað er um tengsl stjórnmála, þjóðernis og skipulagðrar íþróttastarfsemi, og hvernig þau tengsl hafa þróast á tímabilinu sem er til umræðu. Sýnt er fram á hvernig arfur og orðræða sjálfstæðisbaráttunnar hafa viðhaldist í íþróttaumfjöllun allar götur frá stofnun íslenska lýðveldisins til nútímans, og hvernig íþróttaumfjöllun tekur breytingum í samræmi við samtímaatburði hverju sinni.
Skoðuð er hugmyndin um íslensk landslið sem fulltrúa íslensku þjóðarinnar og er hún sett í samhengi við erlendar rannsóknir á sambandi íþróttaliða og samfélaga. Gerð er tilraun til að greina eðli sambands Íslands og Danmerkur eins og það birtist í umfjöllun um viðureignir landsliða ríkjanna. Gildi íþrótta í augum ríkisvaldsins er einnig tekið til skoðunar sem og ástæður þess að íþróttir skuli skipta ríkisvaldið jafn miklu máli og raun ber vitni.

Samþykkt
26.1.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
ll_fixed.pdf766KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna