is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4365

Titill: 
  • Hvað svo? Upplýsingagjöf til eftirlifandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessa verkefnis var að kanna hvernig upplýsingagjöf við eftirlifandi er háttað. Verkefnið byggir á eigindlegum rannsóknaraðferðum. Rætt var við níu einstaklinga, annarsvegar þrjá sem höfðu misst maka sinn og hinsvegar fagaðila sem koma að upplýsingagjöf til eftirlifandi. Áhersla var lögð á að kanna hvernig þátttakendum gekk að nálgast upplýsingar er varða réttindi þeirra og skyldur, útför og stuðning. Þá var kannað hvaðan þeir fengu þessar upplýsingar. Þá voru viðmælendur beðnir um að koma með hugmyndir að úrbótum.
    Niðurstöður leiddu í ljós að þátttakendum gekk misjafnlega að nálgast þær upplýsingar sem þeir þurftu. Þá kom fram að töluvert er til af upplýsingum sem eru aðgengilegar almenningi, bæði á bæklingum og vefsíðum. Þátttakendur áttu fáa og/eða enga bæklinga og þeim fórst misvel úr hendi að finna það sem þeir leituðu að á vefsíðum. Ýmsar úrbætur voru nefndar og nokkur samhljómur var þar meðal þátttakenda sem töldu að best væri að senda, eða afhenda eftirlifandi bréf eða bækling þar sem allt það helsta væri útlistað, skýrt og skorinort.
    Þó finna megi margt sammerkt með syrgjendum er sorgarferli hvers einstakt, en margt hefur áhrif þar á. Rannsóknir benda til þess að algengt sé að það taki þá sem missa náinn aðstandenda um eitt til fjögur ár að komast á lokastig sorgarferlisins.

Samþykkt: 
  • 26.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4365


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margret_Arngrimsdottir_fixed.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna