is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4371

Titill: 
  • Daðrað við dauðann. Umfjöllun um valdar smásögur eftir Davíð Þorvaldsson
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru fjórar smásögur eftir Davíð Þorvaldsson skoðaðar mjög ítarlega. Notast er við sálgreiningarrýni í túlkun á sögunum. Þá er stuðst við kenningar Sigmundar Freuds svo og Peter Brooks sem byggir á kenningum Austurríkismannsins og eru kenningar þeirra, einkum Freuds, kynntar í sérkafla. Dauðinn er stór og órjúfanlegur þáttur í sögum Davíðs og er hann skoðaður með tilliti til þess hvort sögurnar séu rými þar sem Davíð tekst á við eigin yfirvofandi dauða. Davíð þjáðist af berklum og dró sjúkdómurinn hann til dauða aðeins 31 árs að aldri. Dauðinn í sögum hans er hægfæra, tærandi og eyðandi afl. Til þess að komast að niðurstöðu er farið yfir ævi Davíðs, ritdóma og ýmist fræðiefni við túlkun sagnanna. Niðurstaðan leiddi í ljós að sögur Davíðs séu í raun einhvers konar svið þar sem hann tekst á við dauðann. Hann gerir það á ýmsan hátt, meðal annars með efasemdum varðandi trú sem endar með dauða guðs. Hann reynir hér að færa eigin ótta yfir á sögupersónur sínar og býr til verstu mögulegu aðstæður sem hann sjálfur gæti dáið við. Með því nær hann valdi yfir örlögum sögupersónanna sem hann getur aldrei fengið yfir eigin lífi. Ætla má að með dauða guðs reyni hann sætta sig að trúin geti hvorki hjálpað honum að sætta sig við örlög sín, né milda þau. Dauðinn er endanlegur. Frekari vangaveltur kviknuðu við lestur sagnanna og voru þær skoðaðar nánar ef tilefni var til. Bæling er lykilatriði í tveimur sagnanna sem eiga það sameiginlegt að fjalla um óleyfilega ást. Enn fremur var niðurstaðan sú í einni sögunni að Davíð takist ekki á við eigin dauða heldur reyni að takast á við dauða móður sinnar og samviskubit vegna fjarveru sinnar til margra ára.

Samþykkt: 
  • 27.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4371


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Audur_forsidaBA_fixed.pdf30.99 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Audur_titilsida_fixed.pdf7.76 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
Audur_formali_efnisyfirlit_utdrattur_fixed.pdf57.24 kBOpinnFormáli, efnisyfirlit, ágripPDFSkoða/Opna
Audur_BAritgerd_fixed.pdf310.33 kBOpinnMeginmál, heimildaskrá, viðaukiPDFSkoða/Opna