is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4374

Titill: 
  • Tíðni og einkenni kynferðisofbeldis gegn konum sem leituðu til Neyðarmóttöku Landspítala-háskólasjúkrahúss á árunum 1998 til 2007
  • Titill er á ensku Incidence and characteristics of sexual violence against women seeking specialised emergency services in Reykjavik from 1998 through 2007
Titill: 
  • Incidence and characteristics of sexual violence against women seeking specialised emergency services in Reykjavik from 1998 through 2007
Útdráttur: 
  • Kynferðisofbeldi er alvarlegt lýðheilsuvandamál um allan heim en vísindaleg þekking á slíku ofbeldi er af skornum skammti á Íslandi. Í þessari ritgerð verður meistararannsókn kynnt og fjallað stuttlega um stöðu þekkingar á Íslandi og í nágrannalöndunum, en rannsóknir hafa sýnt að kynferðisofbeldi er algengt og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinga sem verða fyrir því.
    Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni og einkenni kynferðisofbeldis gegn konum sem leituðu til Neyðarmóttöku Landspítala-háskólasjúkrahúss fyrir þolendur kynferðisofbeldis, frá 1998 til 2007. Komuskýrslur voru lesnar og kóðaðar og ópersónugreinanlegur gagnagrunnur útbúinn (N=1152). Árlegt nýgengi var reiknað fyrir fjölda koma og einkenni ofbeldis, þolenda og gerenda borin saman yfir tíma. Niðurstöður sýndu að komum á Neyðarmóttökuna fjölgaði á tímabilinu, úr 12,50 í 16,85 fyrir hverjar 10.000 konur á aldrinum 13-49 ára Íslandi (p=0,01). Þegar árlegt nýgengi var skoðað yfir tíma eftir aldurshópum fannst tölfræðilega marktæk aukning á komum 18-25 ára kvenna (p<0,01). Einkenni voru borin saman milli tímabilanna 1998-2002 og 2003-2007. Árásum þar sem fleiri en einn gerandi kom við sögu fjölgaði hlutfallslega (p=0,04). Hlutfall erlendra gerenda hækkaði ekki umfram fjölgun 15-49 ára karlmanna á Íslandi með erlent ríkisfang. Á seinna tímabilinu var ráðist á fleiri konur með skerta vitund eftir áfengisneyslu og fleiri þolendur voru undir áhrifum ólöglegra vímuefna.

    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til aukningar á komum á sérhæfða Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á árunum 1998 til 2007, sérstaklega í aldurshópi kvenna 18-25 ára. Kynferðisofbeldi gegn ungum konum er verulegt lýðheilsuvandamál hérlendis því er nauðsynlegt að stuðla að öflugu forvarnarstarfi ásamt þjónustu við þolendur.

Styrktaraðili: 
  • Vísindasjóður hjúkrunarfræðinga, Vísindasjóður LSH, Aðstoðarmannasjóður HÍ, Vísindaverkefni Más Kristjánssonar
Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til 2041 vegna birtingar í ritrýndu tímariti
Samþykkt: 
  • 29.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4374


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPH_Agnes_Gisladottir_22jan2010_fixed.pdf271.02 kBLokaður til...31.12.2040HeildartextiPDF