is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4381

Titill: 
  • Birtingarmynd ofbeldis í kvikmyndum Brian De Palma: Blóði drifin atriði, framsetning kvenna og myndræn sýn kvikmyndahöfundarins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er birtingarmynd ofbeldis í kvikmyndum bandaríska kvikmyndaleikstjórans Brian De Palma rannsökuð. Spurningar um tilgang og framsetningu ofbeldis eru skoðaðar og hvað sé sérstakt við ofbeldi mynda De Palma. Horft er framhjá spurningum um klám en í sumum tilvikum hefur De Palma verið sakaður um að ganga of langt í átt að klámmyndum. Í inngangi er stutt æviágrip kvikmyndaleikstjórans rakið og farið yfir feril hans. Allar kvikmyndir De Palma í fullri lengd eru ræddar í stuttu máli nema Dionysus in 69 (1970) og Home Movies (1979) en sú fyrr nefnda er tilraunamynd sem virðist ófáanleg þegar þetta er ritað. Annar kafli inniheldur stutta almenna umfjöllun um ofbeldi í öðrum kvikmyndum. Lögð er áhersla á þær kvikmyndir sem innihalda sömu eða svipaða birtingarmynd ofbeldis og er að finna í kvikmyndum De Palma. Þriðji kafli, sem jafnframt er aðal kafli ritgerðarinnar, tekur fyrir höfundareinkenni kvikmyndaleikstjórans. Þar verður fjallað um íhugun hans á gægjuhneigðinni sem kemur fyrir nánast í öllum myndum hans. Einnig er farið í lýsingar á ofbeldisatriðum í Sisters (1973), Carrie (1976), The Fury (1978) og Body Double (1984). Samanburð á De Palma og breska kvikmyndaleikstjóranum Alfred Hitchcock er einnig að finna í þriðja kafla. Í fjórða kafla eru tvær kvikmyndir De Palma greindar. Þetta eru Dressed to Kill (1980) sem greind er með hliðsjón af ofbeldisatriðum hennar og Mission: Impossible (1996) af hasarmyndahefðinni.

Athugasemdir: 
  • Þorfinnur Skúlason prófarkalas
Samþykkt: 
  • 1.2.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4381


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba_theodor_gudm.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna