ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Verkfræði- og náttúruvísindasvið>Rannsóknarverkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4430

Titill

Fræframleiðsla og spírun birkis (Betula pubescens Ehrh.) á Skeiðarársandi

Útdráttur

Á síðastliðnum árum hefur birki (Betula pubescens Ehrh.) tekið að breiðast út á
Skeiðarársandi á Suð-Austurlandi, en rannsóknir á því hófust árið 2004. Talið er að
landnám birkis á sandinum hafi byrjað um 1980 og sé sjálfsáð með vindbornum fræjum
úr norðaustri frá Skaftafellsheiði eða Morsárdal. Fyrri rannsóknir hafa sýnt stigvaxandi
fræframleiðslu birkisins á sandinum en mjög lélega spírun birkifræs. Markmiðið með
rannsókn minni haustið 2009 var að kanna betur fræframleiðslu og spírunarhæfni
birkistofnsins á Skeiðarársandi og gera samanburð við annars vegar fyrri rannsókn á
sandinum og hins vegar við birkistofn við Skaftafellsjökul. Ef spírunarhæfni fræsins var
enn léleg var ætlunin að skoða hvað gæti stýrt svo lélegri spírun. Á miðjum ofarlegum
Skeiðarársandi voru 25 birkiplöntur sem báru rekla rannsakaðar. Hæð plöntu og mesta
lengd hennar voru mældar. Þá voru taldir reklar á plöntunni og 10 kvenreklum var
safnað. Til samanburðar við birkistofninn á Skeiðarársandi voru samskonar mælingar
gerðar á 10 plöntum af svipaðri stærð framan við Skaftafellsjökul. Á rannsóknastofu var
fræ í reklum talið, þroski þess metinn og fræ sett í spírunarpróf, bæði með og án
kælimeðferðar til að kanna spírunarkröfur fræsins. Veruleg fræframleiðsla var á
Skeiðarársandi haustið 2009 með stórum og fallegum fræjum en spírunarprósentan var
hins vegar afar léleg eða aðeins 2,6%. Í Skaftafelli var fræframleiðsla dræm og fræin lítil
og illa útlítandi en spírun aftur á móti miklu meiri, 53% (. Hjá þeim fræjum af
Skeiðarársandi sem ekki spíruðu var litað fyrir frækíminu með efninu TTC til að kanna
lífvænleika þeirra en kímplantan virtist vera dauð í langstærstum hluta þeirra. Ekki
reyndist marktæk fylgni milli spírunarprósentu og hæðar plöntu svo að það var ekkert
sem gaf til kynna að eldri og þroskaðri plöntur væru líklegri til að leggja til nýliðunar
stofnsins á sandinum. Þessi mikli munur á milli stofnanna tveggja, á Skeiðarársandi og
Skaftafelli, er afar forvitnilegur..Þó fræframleiðsla sé góð er ekki þar með sagt að
frægæði fylgi með og gæti það átt við um birkistofninn á Skeiðarársandi að skortur sé á
frjókornum sem veldur lélegum frægæðum. Einnig væri mögulegt að svo mikill munur
milli stofna geti verið fólginn í erfðabreytileika en til að komast að því þyrfti all
viðameiri rannsóknir.

Samþykkt
15.2.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
rannveig_fixed.pdf397KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna