is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4447

Titill: 
  • Barnaverndarnefndir á Íslandi: Rannsókn á bakgrunni og viðhorfi nefndarmanna ásamt sjónarhorni starfsmanna
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið með rannsókninni var að leita eftir upplýsingum um bakgrunn nefndarmanna í barnaverndarnefndum á Íslandi og viðhorfi þeirra til hinna ýmsu mála er varða nefndirnar og verkefni þeirra. Jafnframt var leitað til starfsmanna nefndanna og þeirra álit fengið á skipulagi barnaverndarnefnda, vinnu nefndanna og samstarfi. Með því að fá álit þessara tveggja hópa gafst tækifæri á að fá víðara sjónarhorn í rannsókninni þar sem þeir koma að barnavernd með mismunandi hætti. Um var að ræða megindlega rannsókn sem var framkvæmd haustið 2009 þar sem sendur var spurningalisti til allra nefndarmanna í barnavernd samtals 152 einstaklinga og var svarhlutfallið 50% og til 30 starfsmanna sem starfa næst nefndunum og sitja fundi með þeim og var svarhlutfallið 57%. Niðurstöðurnar voru settar fram í lýsandi tölfræði með töflum, myndum ásamt texta. Helstu niðurstöður voru að meirihluti nefndarmanna eru almennt vel menntaðir en sitja oftast í barnaverndarnefnd vegna þess að þeir tóku sæti fyrir hönd stjórnmálaflokks. Enginn nefndarmaður né starfsmaður taldi samt sem áður að það ætti að vera ráðandi þáttur við val á fulltrúum í barnaverndarnefndir. Hluti nefndarmanna hefur aldrei fengið fræðslu um barnaverndarlögin og meirihlutinn taldi sig hafa frekar litla þekkingu á barnaverndarlögum til að sitja í barnaverndarnefnd. Niðurstöðurnar sýna einnig að minnihluti nefnda er skipuð lögfræðingi og skiptast nefndarmenn í tvo hópa varðandi hvort þeir telja þörf á því að lögfræðingur starfi með nefndinni. Nefndarmenn eru almennt ánægðir með setu sína í barnavernd, með störf starfsmanna og hóparnir tveir telja samstarfið sín á milli almennt vera gott. Samt sem áður telur tæpur helmingur starfsmanna vinnubrögð nefndanna vera í lakari kantinum og að þær séu í meðallagi málefnalegar eða ómálefnalegar í ákvarðanatökum. Margt jákvætt kom fram í rannsókninni varðandi barnaverndarnefndir og fólkið sem í þeim situr. Niðurstöðurnar vöktu þó jafnframt upp nokkrar spurningar sem vert er að rannsaka nánar eins og fyrirkomulagið á skipan barnaverndarnefnda en það hefur verið nánast óbreytt frá árinu 1932.

Samþykkt: 
  • 19.2.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4447


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2_fixed.pdf2.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna