is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4453

Titill: 
  • Fitusýrusamsetning fituefna í vöðva og hrognum tveggja afbrigða af bleikju (Salvelinus alpinus)
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Áhrif fæðu, sérstaklega hlutfall fituefna í fæðu, er einn rannsakaðasti hluti þess sem getur haft áhrif á gæði hrogna og lifun. Niðurstöður hafa sýnt að arakidónsýra (20:4n-6, AA) í hrognum og seiðum saltvatnsfiska eykur þol gegn ytra áreiti og lifun seiða. Tilgáta er um að lágt hlutfall AA í fituefnum hrogna úr sænskri eldisbleikju geti tengst lélegum árangri í klaki og lifun hrogna og seiða. Tilgangur verkefnisins var að bera saman fitusýrusamsetningu fituefna (fosfólípíð og þríglýseríð) í vöðva og hrognum úr villtu bleikjuafbrigði í Þingvallavatni og úr bleikju sem er í eldi á Hólum í Hjaltadal. Einnig var ætlunin að fá samanburð á hrognum íslensku eldisbleikjunnar og þeirrar sænsku til að meta réttmæti tilgátu um mikilvægi AA í klaki og lifun hrogna og seiða. Sýnin voru fitudregin í lífrænan leysi og fosfólípíðin og þríglýseríðin aðskilin á þunnlagsskilju. Þríglýseríðin voru sápuð og fitusýrumetýlesterar fosfólípíðanna og þríglýseríðanna myndaðir, sem síðan voru aðgreindir í gasgreini. Gasgreiningarforrit HP Chemstation var notað til úrvinnslu gagna úr gasgreini. Hlutfall AA í hrognum annars vegar og vöðva hinsvegar úr murtunni var hærra en hlutfall AA úr tilsvarandi sýnum íslensku eldisbleikjunnar. Ekki reyndist munur á hlutfalli AA í hrognum milli íslensku eldisbleikjunnar og þeirrar sænsku. Þrátt fyrir lágt hlutfall AA í hrognum íslensku eldisbleikjunnar er lifunin meiri í íslensku eldisbleikjunni borið saman við þá sænsku. Þessar frumniðurstöður styðja ekki tilgátuna um að lágt hlutfall AA í hrognum sé afgerandi fyrir klak og lifun hrogna og seiða eldisbleikju.

Samþykkt: 
  • 24.2.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4453


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_fixed.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna