is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4470

Titill: 
  • Hvað er mem og hver er staða þess meðal vísindanna
Titill: 
  • What is a meme and what status does it hold amongst the sciences
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um memfræðina og stöðu hennar meðal vísindanna. Megintexti hennar er tvískiptur. Fyrri hlutinn skoðar grundvöll mem kenningarinnar og lýsir henni út frá helstu talsmönnum hennar, seinni hlutinn tekur fyrir vandamál kenningarinnar og þá gagnrýni sem sprettur upp. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að memfræðingar eiga mikið verk framundan við styrkingu á fræði sinni. Mikill munur er á kenningum innan sjálfrar fræðinnar þannig að hún er í hálfgerðri upplausn. Aðrar greinar hugvísindanna kunna yfirleitt ekki að meta memfræðina og líta ekki á hana sem réttlætanleg vísindi í sinni núverandi mynd. Margar af kenningum memfræðinnar liggja undir mikilli gagnrýni og er sönnunarbyrðin yfirleitt talin vera í horni memfræðinga. Tilraun hennar til að útskýra menningu manna er litin hornauga, enda hefur það legið í verkaskiptingu annarra greina hugvísindanna á borð við félags- og mannfræðinnar. Hinsvegar er ein niðurstaða mín sú að memfræðin innihaldi kraftmikla eiginleika sem, ef beitt er rétt, munu einungis styrkja framvindu hugvísindanna. Það er því kominn tími til að memfræðingar gangi að hagnýttum vettvangsrannsóknum, en samsíða árangri á því sviði mun fylgja beittari rökfærsla, og memfræðin styrkjast. Helstu heimildir mínar eru verk eftir hugsuði á sviði vísindaheimspeki, þróunarlíffræði, þróunarsálfræði auk félagsvísindanna. Flest þessi verk eru gefin út frá byrjun tíunda áratugar seinustu aldar til seinustu ára, en á því tímabili hófst ákveðin uppsveifla í útgefnum verkum innan memfræðinnar. Helsta heimild mín um gagnrýni mismunandi sviða er ritsafn sem gefið var út í kjölfar ráðstefnu um memið sem haldin var Cambridge háskóla. Ritgerð þessi er að miklu leiti gerð vegna skorts á íslensku efni sem til er um memfræði

Samþykkt: 
  • 2.3.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4470


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
alexander2_fixed.pdf450.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna