is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4491

Titill: 
  • Dáðleysi kvenna. Eða er öðru um að kenna? Stjórnmálakonur í fjölmiðlum fyrir Alþingiskosningarnar 2009
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sagt er frá þróun stjórnmálaþátttöku kvenna. Fjallað er um fjölmiðla, skyldur þeirra og ábyrgð og kenningar um fjölmiðla reifaðar. Farið er yfir niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið bæði hérlendis og erlendis á þessu sviði og áhersla lögð á stjórnmálakonur.
    Rannsókn ritgerðarinnar fólst í því að skoðuð var tíðni birtingarmynda stjórnmálakvenna í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu mánuðinn fyrir Alþingiskosningarnar 2009. Skoðað var hversu oft karlar og konur voru viðmælendur blaðanna og einblínt á stjórnmálafólk í því sambandi. Einnig voru skoðaðar innsendar greinar sem tengdust kosningunum og kosningabaráttunni. Álitsgjafar og sérfræðingar sem leitað var til varðandi kosningarnar og kosningabaráttuna voru einnig skoðaðir með tilliti til kyns. Rannsóknin leiddi í ljós að umfjöllunin endurspeglar ekki kynjahlutföll frambjóðendanna í Alþingiskosningunum 2009. Stjórnmálakarlar fengu meiri umfjöllun en fjöldi þeirra á framboðslistum gaf tilefni til og stjórnmálakonur fengu á sama hátt minni umfjöllun. Stjórnmálakarlar og -konur voru jafn virk við að senda inn greinar til dagblaðanna tveggja.
    Niðurstöðurnar eru bornar saman við niðurstöður fyrri rannsókna og settar í samhengi við siðareglur fjölmiðla og lög og reglugerðir sem kveða á um jafnan rétt kynjanna.

  • Útdráttur er á ensku

    This essay is the theoretical part of a final thesis in Journalism and Mass Communication at the Department of Human and Social Sciences at the University of Iceland.
    The essay focuses on media coverage of women with an emphasis on female politicians. A special focus is on media coverage related to the national election in April 2009. The development of women´s political participation in Iceland and the theories the essay is built upon are explained. The mass media is accounted for, it´s responsibilities and duties and theories about the mass media are discussed. Researches about the mass media are covered with a special emphasis on women in media, especially female politicians.
    The frequency of men and women as spoken to, interviewed or quoted, in the last month before the national elections in 2009 by the two major newspapers in Iceland, was counted with a special regard to politicians. Articles, regarding the national elections, which were sent to the newspapers, were also counted in the same manner.
    The result of the research was that the newspaper´s coverage did not reflect the ratio of women and men, who were candidates in the elections. The ratio of female candidates was much higher than the coverage indicated. The ratio of articles which were written by female and male candidates and sent to the newspapers was almost equal; almost as many male and female politicians wrote such articles.

Samþykkt: 
  • 5.3.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4491


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lok_fixed.pdf514.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna