ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Félagsvísindadeild>Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4511

Titill

Ímynd Íslands og sjálfsmynd Íslendinga : niðurstöður þjóðfundarins og ímyndaskýrsla forsætisráðuneytisins í ljósi söguskoðunar íslenskrar þjóðernishyggju og tungutaks sjálfstæðisbaráttunnar

Skilað
Desember 2009
Útdráttur

Í þessari ritgerð verður varpað ljósi á hvernig söguskoðun íslenskrar þjóðernishyggju
og tungutak sjálfstæðisbaráttunnar hefur haft áhrif á ímynd Íslands og sjálfsmynd
Íslendinga. Farið verður í sögulegt yfirlit um þróun íslenskrar þjóðernisstefnu og
gagnrýnin nálgun notuð til að skoða hvernig sjálfsmynd Íslendinga hefur þróast allt
frá 19. öld. Uppruni þjóðernisstefnu er mikilvægur í þessu tilliti og er farið sérstaklega
í kenningar tveggja fræðimanna, Ernest Gellner og Anthony Smith. Skoðað er úr
hvaða jarðvegi íslensk þjóðernishyggja sprottin og hver uppruni hennar er. Í því
samhengi er litið aftur í söguna og hugmyndir Jóns Sigurðssonar, Jóns Jónssonar
Aðils og Jónasar Hallgrímssonar um sjálfsmynd Íslendinga sérstaklega tekin fyrir. Til
að sjá hvernig sjálfsmynd og ímynd Íslands hefur þróast er farið í þá sýn sem birtist í
ímyndaskýrslu Forsætisráðuneytisins frá 2008 og í gögnum frá þjóðfundinum sem
haldinn var í nóvember 2009. Markmið er að að skoða niðurstöður þjóðfundarins og
rýnihópa sem settir voru á við gerð ímyndaskýrslu Forsætisráðuneytisins í ljósi
söguskoðunar þjóðernishyggju og tungutaks sjálfstæðisbaráttunnar.

Athugasemdir

Ritgerðin er lokuð

Samþykkt
9.3.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
ragnheidur_sylvia_pdf.pdf614KBLokaður Heildartexti PDF