is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4522

Titill: 
  • Mun innganga Íslands í Evrópusambandið veikja lýðræðið
Titill: 
  • Will Icelandic membership in the EU weaken the democracy
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér verður fjallað um lýðræðið á Íslandi og stöðu þess gagnvart Evrópusambandinu. Sagt
    verður frá þróun þess síðustu áratugina og hvernig það hefur mótast með EES-samningnum.
    Einnig verður fjallað um lýðræði innan stofnana Evrópusambandsins, hinn svo kallaða
    lýðræðishalla og Lissabon-sáttmálann. Rannsóknarspurningin er „Mun innganga Íslands í
    Evrópusambandið veikja lýðræðið?“
    Helstu niðurstöður eru þær að innan EES-samningsins leynist „tvöfaldur“ lýðræðishalli sem
    einkennist að lítilli aðkomu EES-ríkja við innleiðingu nýrra laga. Þá er EES-samningurinn
    yfirþjóðlegur samningur í sífelldri breytingu, en hann tekur yfir ný lagaákvæði frá
    Evrópusambandinu, sem snúa að þeim sviðum sem samningurinn nær yfir. Lýðræðið á Íslandi
    hefur veikst að undanförnu með þeim tvíhliðasamningum sem ráðamenn hafa stofnað til og þá
    sérstaklega með EES-samningnum. Innganga Íslands í Evrópusambandið myndi leiða til þess
    að Ísland yrði þátttakandi í mótun nýrra laga og hefði atkvæðisrétt innan þess. Þó að
    lýðræðishalla sé einnig að finna innan veggja sambandsins þá er hann í minna mæli en innan
    EES-samningsins og Lissabon-sáttmálinn er einnig ætlaður til þess að vinna bug á honum

Samþykkt: 
  • 11.3.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4522


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hanna_ros_pdf.pdf186.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna