is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4524

Titill: 
  • Ferðaþjónusta utan háannatíma
Titill: 
  • Off-season tourism
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Árstíðasveiflur einkenna ferðaþjónustu á Íslandi og víðs vegar um heiminn. Sveiflur í eftirspurn er vel þekkt vandamál innan greininnar en hefur lítið verið rannsakað hér á landi. Ferðaþjónustuaðilar leggja mikla vinnu í að reyna að lengja ferðamannatímabilið til að skapa stöðugan rekstur. Markmið þessarar rannsóknar er tvíþætt, annars vegar að skoða hvaða þættir eru að orsaka árstíðasveiflur í eftirspurn ferðaþjónustu og hins vegar að skoða hvaða leiðir eru í boði til að lengja ferðamannatímabilið. Skoðuð voru árangursrík dæmi um lengingu ferðamannatímabilsins erlendis sem mögulega væri hægt að vinna að hér á landi. Við vinnslu þessarar ritgerðar voru tekin djúpviðtöl við nokkra hagsmunaaðila að ferðaþjónustugreininni.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að möguleikar til að lengja ferðamannatímabilið eru þó nokkrir. Mikilvægt er að fyrirtæki sem og hið opinbera vinni saman að sameiginlegum markmiðum. Gott upplýsingaflæði milli allra hagsmunaaðila er lykilatriði í velgengni. Viss stefnumótunarvinna í ferðaþjónustu hefur átt sér stað undanfarin ár af hinu opinbera en mikilvægt er að fylgja þeirri vinnu eftir og miða markaðssetningu betur að vetrartímanum. Sumartíminn er orðinn yfirbókaður á mörgum ferðamannastöðum á landinu og því ekki hentugt að hafa það eitt að markmiði að fjölga erlendum ferðamönnum. Ferðamannasvæði hafa viss þolmörk, félagsleg sem og umhverfisleg, og nauðsynlegt að fylgjast vel með og halda marvissri uppbyggingu að leiðarljósi. Markhópagreining og viðburðadagatal eru tvær af þeim leiðum sem hægt væri að fara til að lengja ferðamannatímabilið.

Samþykkt: 
  • 11.3.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4524


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sveinbjorg_pdf.pdf797.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna