is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4528

Titill: 
  • Samheitalyfjamarkaðurinn : hvaða áhrif hafa samheitalyf á efnahag og heilsu
Titill: 
  • Generic drug
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Samheitalyf eru eftirlíkingar af svokölluðum frumlyfjum sem þegar hafa verið markaðsett og innihalda sama virka innihaldsefnið og frumlyfið. Samheitalyf eru hins vegar yfirleitt ódýrari. Samheitalyf eru sambærileg við frumlyf þegar kemur að gæðum og virkni í lyfinu en margir hverjir halda því fram að þetta sé ekki það sama. Það mætti telja að það sé huglæt mat hjá sjúklingnum því samheitalyf yrðu aldrei skráð á markaðinn nema rannsóknir sýndu fram á að það hafi sama virka innihaldsefnið og frumlyfið þó svo að íblöndunarefnin séu ekki þau sömu. Íblöndunarefnin geta gert það að verkum að virknin á samheitalyfinu og frumlyfinu er ekki sú sama því virknin getur verið misjöfn og getur verið að samheitalyfið sé lengur að leysast upp í líkamanum heldur en frumlyfinu eða öfugt. Hins vegar getur verið mjög einstaklingsbundið hvernig lyf virka á sjúklinga en það á jafnt við um frumlyf og samheitalyf.
    Við vinnslu skýrslunnar var byrjað á að skilgreina vandamálið en aðal markmiðið var ekki aðeins að svara ákveðinni rannsóknarspurningu heldur að skoða umfjöllunarefnið til þess að skýrsluhöfundur gæti öðlast dýpri skilning á viðfangsefninu. Stuðst var við eigindlegar rannsóknir í formi viðtala þar sem þrír aðilar voru spurðir spurninga um lyfjamarkaðinn. Viðtölin voru opin og spurði skýrsluhöfundur viðmælendurnar spurninga sem fjalla almennt um íslenska lyfjamarkaðinn.
    Lækkun lyfjakostnaðar á Íslandi hefur verið mikið í umræðunni undanfarin misseri og er nokkuð ljóst að þjóðin þarf að draga úr útgjöldum. Ein leið til þess að lækka lyfjakostnaðinn á Íslandi og þá draga úr útgjöldum er að bjóða ódýrari samheitalyf á markaðinn. Varðandi lækkun lyfjaverðs á Íslandi þá er oft rætt um að bera saman heildsöluverð á Íslandi við heildsöluverð á Norðurlöndunum, en Íslendingar hafa verið að reyna að ná verðinu niður í meðalverð Norðurlandanna.
    Meiri umfjöllun og fræðslu vantar um samheitalyf fyrir almenning því margir hverjir eru ekki nógu vel upplýstir varðandi lyfin og gera sér því ekki grein fyrir því að samheitalyf eru alls ekki verri heldur en frumlyfin. Einnig kom í ljós við vinnslu skýrslunnar að þrjú helstu samheitalyfin á íslenska markaðinum, borin saman við frumlyfin, voru í öllum tilfellum mun ódýrari en frumlyfið og er því ein leið til þess að lækka lyfjakostnaðinn í landinu að bjóða ódýrari samheitalyf

Samþykkt: 
  • 12.3.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4528


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
erla_gunnl_fixed.pdf534.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna